Hver er þín málstefna? Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2020 08:01 Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun