Hver er þín málstefna? Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2020 08:01 Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu er aðeins einu sinni á ári en þennan dag fögnum við málinu og öllum dögunum sem við eigum það og þökkum fyrir að eiga móðurmál sem er fallegt, margslungið og einkar nytsamlegt. Markmiðið á að vera að geta notað málið í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskan þrífst best ef hún er mikið notuð og af áhuga. Hvert og eitt okkar getur hugleitt hvaða málstefnu við fylgjum í daglegu lífi og spurt okkur sjálf þessara og fleiri spurninga: Hvernig íslensku reynum við að tala? Hugsum við um hvernig er best að orða hlutina? Óttumst við að tjá okkur á móðurmálinu? Finnst okkur það stundum kjánalegt? Leitum við nýrra orða yfir ný fyrirbæri? Erum við dugleg að leita upplýsinga um málið t.d. á netinu? Slettum við orðum úr öðrum tungumálum? Hvers vegna? Tjáum við okkur á íslensku þegar við skrifum t.d. færslur á samfélagsmiðla? Svörum við á ensku ef við erum ávörpuð með hreim eða höldum að við séum að tala við útlending? Reynum við að tala um ólík málefni við börn og ungmenni? Hvetjum við aðra til að tjá sig á íslensku, meðal annars með því að gera það sjálf? Tölum við fyrst og fremst um tunguna með því að leiðrétta villur annarra? Lesum við margs konar texta á íslensku? Horfum við á myndefni á íslensku eða með íslenskum texta? Á hvaða sviðum notum við síst íslenskt mál? Mætti breyta því? Svör við ofangreindum spurningum getur hver og einn átt fyrir sig. En þegar við leiðum hugann eitt andartak að afstöðu okkar til málsins styrkjum við tengslin við það og um leið stöðu þess í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu hentar prýðisvel til þess. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun