Tölum um framleiðslutapið Sverrir Bartolozzi skrifar 23. október 2020 11:31 Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun