Hlutdeildarlán auðvelda einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. október 2020 15:30 Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun. Hafnarfjörður hefur strax brugðist við Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum. Við erum sterkari saman Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun september, mun auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hér er um að ræða mikilvæga aðgerð í því verkefni að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á íbúðamarkaðinn. Hlutdeildarlánin eru ólík þeim hefðbundnu fasteignalánum sem við flest þekkjum, að því leyti að nú lánar ríkið ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem tekju- og eignalitlir fyrstu kaupendur hyggjast kaupa. Lántakendur munu síðan endurgreiða lánið þegar íbúðin er seld og er hámarkstími lánanna 25 ár. Lánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og mun hækka og lækka í samræmi við þá þróun. Hafnarfjörður hefur strax brugðist við Nokkur umræða hefur skapast um ströng skilyrði varðandi verð og stærð íbúða. Í umræðunni hafa skapast áhyggjur af því að vegna markaðsaðstæðna muni fáar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Nýlega var tekin skóflustunga fyrir 65 nýjar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi. Ráðherra hefur sagt það skýrt að bæði sveitarfélög og verktakar þurfi að bregðast við frumvarpinu um hlutdeildarlán með auknu framboði lóða og íbúða. Við finnum strax fyrir því að framsýnir verktakar hafa brugðist við með mjög jákvæðum hætti og það sama gildir um skipulagsyfirvöld hér í Hafnarfirði. Nú þegar hefur verið samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráðast í aðalskipulagsbreytingu á svæði sem getur vel svarað þessu ákalli og þörf fyrir litlar, góðar og ódýrar eignir. Sú vinna mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum. Við erum sterkari saman Það er alveg ljóst í mínum huga að með þessari aðgerð og þessari tegund lána, hlutdeildarlána, er verið að gera tekjulágum einstaklingum og þeim einstaklingum sem jafnvel hafa verið fastir á leigumarkaði mögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Líkt og fram hefur komið er verið að bregðast við og lækka þröskuld þess hóps sem hefur verið að greiða leigu en lítið náð að leggja til hliðar og jafnvel þurft að treysta á öflugt bakland sem í flestum tilfellum er ekki til staðar. Það er því sérstaklega mikilvægt að við séum öll saman í þessum báti og að við séum öll að róa í sömu átt. Ríkið hefur nú stigið þetta myndarlega fyrsta skref með því að setja fjögur þúsund milljónir árlega í þessa aðgerð. Fordæmi annarra landa ásamt því sem er að gerast í Gufunesi sýna, svo ekki verði um villst, að þetta er vel hægt. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun