Er bílastæðavandi í miðbæ Reykjavíkur? Páll Tómas Finnsson skrifar 12. október 2020 13:01 Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Göngugötur Reykjavík Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar