Er bílastæðavandi í miðbæ Reykjavíkur? Páll Tómas Finnsson skrifar 12. október 2020 13:01 Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Göngugötur Reykjavík Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið er já, það er ákveðið vandamál hvað það eru mörg bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Gjaldskylda endurspeglar alls ekki virði þess landssvæðis sem undir þau fer, og í raun er mun ódýrara að leggja í miðbæ Reykjavíkur en í höfuðborgum nágrannalandanna. Andstætt því sem Bolli Kristinsson hélt fram í auglýsingu um daginn hefur stæðum í miðbænum fjölgað síðustu ár. Ríflega tíu þúsund bílastæði Sé litið til bílastæðahúsa í miðbæ og við Vesturgötu er fjöldi bílastæða nú 1989, að viðbættum 1290 stæðum undir Höfðatorgi. Samtals eru þetta um 3300 stæði, og mun þeim fjölga enn frekar þegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hótelið við hlið Hörpu eru fullbyggð. Við þetta bætast 2870 stæði Bílastæðasjóðs á gjaldsvæðum 1-3, sem eru í miðbænum og næsta nágrenni, og 509 stæði á gjaldsvæði 4. Samkvæmt nýjum tölum frá Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar eru almenningsstæði á borgarlandi í miðbænum sjálfum 1631, auk 317 gjaldskyldra stæða á lóðum og 1829 almenningsstæða þar sem ekkert kostar að leggja. Almenningsstæði og stæði í bílastæðahúsum eru því ríflega 7000 og síðan eru einkastæði á yfirborði og í bílageymslum 3450. Samtals eru því yfir tíu þúsund bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Bílastæðum hefur fjölgað, ekki fækkað Bolli Kristinsson hélt því fram í auglýsingu í Morgunblaðinu um daginn að bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur hafi fækkað um allt að 4000 á síðustu árum. Niðurstaða Bolla byggir á því að stæðum hafi fækkað um 500, en svo margfaldar hann með átta, sem á að endurspegla daglegan fjölda bíla sem nýtir hvert stæði. Þetta verður að teljast ansi sérstök meðferð á tölum. Auglýsing Bolla í heild sinni. Þar að auki lítur Bolli einfaldlega framhjá þeim stöðum þar sem bílastæðum hefur fjölgað. Samkvæmt Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar fækkaði stæðum á yfirborði um 305 á árunum 2016-2019, en stæðum í bílageymslum fjölgaði hins vegar um 672 á sama tíma. Samtals fjölgaði bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur því um 367, eða um 3000 stæði samkvæmt reikniaðferðum Bolla. Þess ber að geta að bílastæðin 300 sem tekin hafa verið í notkun á Hafnartorgi eru ekki með í tölunni – aukningin er því enn meiri. Mun ódýrara að leggja en í nágrannalöndunum Og hvað kostar að leggja í miðbæ Reykjavíkur samanborið við höfuðborgir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar? Fyrsta klukkustundin á gjaldsvæði 1 í Reykjavík kostar nú 370 krónur og 190 krónur á gjaldsvæðum 2-4. Til samanburðar kostar fyrsta klukkustundin á dýrasta gjaldsvæðinu í Stokkhólmi 770 krónur (SEK 50) og 830 krónur í Kaupmannahöfn (DKK 38). Í Osló er gjaldið fyrir alla aðra en rafmagnsbíla 1075 krónur fyrir fyrstu klukkustundina (NOK 73), en síðan bætast við heilar 1444 krónur fyrir næstu klukkustund þar á eftir (NOK 98). Það er með öðrum orðum tvisvar til fjórum sinnum dýrara að leggja í miðbæ þessara borga en í miðbæ Reykjavíkur. Það er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að nýta sér þessa fyrirmyndar aðstöðu og njóta hins fjölbreytta mannlífs sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Enn vænlegra væri að sjálfsögðu að hjóla eða taka strætó í bæinn þannig að þörfin fyrir allan þennan fjölda bílastæða minnki með tímanum. Höfundur er upplýsingaráðgjafi og áhugamaður um vistvæna borgarþróun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun