Nám á tímum Covid-19: 10 ráð Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 23. september 2020 12:00 Síðastliðna mánuði hefur þjóðin gengið í gegnum rússíbanareið hvað varðar breytt líferni og reglur um hegðun. Covid-19 hefur haft áhrif á okkur öll, mörg okkar hafa þurft að vinna að heiman og kennsla hefur víða farið fram með rafrænum hætti. Nemendur fara ekki varhluta af því hversu laust margt er í reipunum og skiljanlega er erfitt að halda sér í rútínu. Það að mæta í skólann, taka þátt í umræðum og hópavinnu og hitta skólafélaga er stór hluti af því að vera í námi. Það að hitta skólafélaga getur líka verið dýrmætur hvati sem hjálpar okkur af stað á morgnana. Líkt og ef um vinnustað ræðir; við höfum flest þörf fyrir að vera í tengslum við fólk og hafa félagsskap yfir kaffi eða hádegismat. Útlit er fyrir að við þurfum að aðlaga okkur að síbreytilegu umhverfi, að reglur séu hertar og þeim slakað á víxl. Eins og staðan er í dag er líklegt að við þurfum að aðlaga okkur að því að til skiptis verði reglur hertar og svo slakað á þeim. Það gæti því verið gott að eiga bjargráð við því þegar okkur þykir erfitt að viðhalda góðri rútínu vegna þess að aðstæður breytast í sífellu. Hér koma nokkur ráð fyrir nemendur á tímum Covid-19: Vaknaðu á sama tíma og þú myndir gera ef þú værir að mæta í skólann. Ef þú ferð vanalega í sturtu, hefur þig til og borðar morgunmat skaltu gera það þótt þú verðir heima í dag. Farðu líka að sofa á sama tíma og venjulega á kvöldin. Ef kostur er, farðu úr svefnherberginu þegar þú vaknar og skildu við það eins og þú vilt koma að því, til dæmis getur verið gott að búa um rúm, draga frá og opna glugga. Forðastu að læra í rúminu eða að sækja fjarfyrirlestra þaðan. Það hefur góð áhrif á nætursvefninn ef rúmið er aðeins staður til að sofa á. Ákveddu daginn áður hvað hvar þú ætlar að setjast niður með tölvuna til að mæta á fjarfyrirlestur og sinna náminu. Skipuleggðu daginn bæði út frá námi og frítíma. Stundum finnst fólki það þurfa að læra svo mikið að það á engan frítíma. Það er mikilvægt hvort sem um vinnu eða nám ræðir að gefa sér tíma fyrir það að rækta tengsl við vini og fjölskyldu, sinna áhugamálum og hreyfa sig. Þetta eru hlutir sem gefa okkur kraft til að standast álag í vinnu og skóla. Hugsaðu þér að þú sinnir náminu eins og þú myndir sinna starfi. Þegar vinnudegi er lokið ferð þú að gera eitthvað annað. Forðastu að fresta verkefnum og því að læra. Prófaðu að ákveða að þú ætlir að læra t.d. á milli kl. 12 og 14, sama í hvernig stuði þú ert. Láttu tímasetningu ráða för en ekki líðan þína. Þegar við frestum staflast verkefnin upp og verða til þess að við höldum áfram að fresta þangað til við komumst ekki upp með það og lendum í því að gera hlutina í miklu flýti. Flestum finnst það óþægilegt og væru til í að koma í veg fyrir það. Ákveddu hversu lengi þú ætlar að læra en ekki hve mikið efni þú ætlar þér að komast yfir. Ef þú ákveður að lesa í klukkutíma og sjá hve langt þú kemst getur það verið minni pressa en að ákveða að þú ætlir að klára að lesa 40 blaðsíðna grein á klukkutíma. Ef það virkar yfirþyrmandi að klára 40 blaðsíður á klukkutíma er ansi líklegt að við frestum því. Það að gefa sér ákveðið margar klukkustundir á dag í að læra leiðir til þess að við þokumst áfram. Stattu upp frá lærdómnum og fáðu þér ferskt loft. Það að taka pásur, standa upp og teygja úr sér, fá sér eitthvað að drekka eða borða eða fara í stuttan göngutúr getur verið upplífgandi og gefið okkur orku til að halda áfram. Stundum segist fólk ekki hafa tíma fyrir pásu og þá er einmitt mikilvægast af öllu að taka pásu! Ekki ætla þér um of og forðastu að einblína á einkunnir. Spurðu þig hvers vegna þú leggur stund á þetta nám. Er það til þess að fá háar einkunnir? Eða er það vegna þess að þú hefur áhuga á faginu? Hvert er viðhorf þitt til námsins og getur þú reynt að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða? Það er eðlilegt að stundum gangi vel og stundum illa og ekki vænlegt að ætla sér að vera alltaf framúrskarandi. Ef þér líður illa, talaðu um það við einhvern sem þú treystir. Það er betra að ræða um það hvernig okkur líður en að byrgja það innra með okkur. Mörg finna fyrir kvíða og depurð á tímum Covid-19 eða við breytingar og álag og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oft er nóg að tala við góðan vin, fjölskyldumeðlim eða kennara en stundum er gott að fá aðstoð frá fagfólki. 1Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt og leyfðu þér að hlakka til. Það er gott að hafa eitthvað spennandi framundan til að hugsa til. Þó að takmarkanir séu margvíslegar þá er vel hægt að finna upp á einhverju skemmtilegu með sínu fólki. Ekki fresta því! Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur þjóðin gengið í gegnum rússíbanareið hvað varðar breytt líferni og reglur um hegðun. Covid-19 hefur haft áhrif á okkur öll, mörg okkar hafa þurft að vinna að heiman og kennsla hefur víða farið fram með rafrænum hætti. Nemendur fara ekki varhluta af því hversu laust margt er í reipunum og skiljanlega er erfitt að halda sér í rútínu. Það að mæta í skólann, taka þátt í umræðum og hópavinnu og hitta skólafélaga er stór hluti af því að vera í námi. Það að hitta skólafélaga getur líka verið dýrmætur hvati sem hjálpar okkur af stað á morgnana. Líkt og ef um vinnustað ræðir; við höfum flest þörf fyrir að vera í tengslum við fólk og hafa félagsskap yfir kaffi eða hádegismat. Útlit er fyrir að við þurfum að aðlaga okkur að síbreytilegu umhverfi, að reglur séu hertar og þeim slakað á víxl. Eins og staðan er í dag er líklegt að við þurfum að aðlaga okkur að því að til skiptis verði reglur hertar og svo slakað á þeim. Það gæti því verið gott að eiga bjargráð við því þegar okkur þykir erfitt að viðhalda góðri rútínu vegna þess að aðstæður breytast í sífellu. Hér koma nokkur ráð fyrir nemendur á tímum Covid-19: Vaknaðu á sama tíma og þú myndir gera ef þú værir að mæta í skólann. Ef þú ferð vanalega í sturtu, hefur þig til og borðar morgunmat skaltu gera það þótt þú verðir heima í dag. Farðu líka að sofa á sama tíma og venjulega á kvöldin. Ef kostur er, farðu úr svefnherberginu þegar þú vaknar og skildu við það eins og þú vilt koma að því, til dæmis getur verið gott að búa um rúm, draga frá og opna glugga. Forðastu að læra í rúminu eða að sækja fjarfyrirlestra þaðan. Það hefur góð áhrif á nætursvefninn ef rúmið er aðeins staður til að sofa á. Ákveddu daginn áður hvað hvar þú ætlar að setjast niður með tölvuna til að mæta á fjarfyrirlestur og sinna náminu. Skipuleggðu daginn bæði út frá námi og frítíma. Stundum finnst fólki það þurfa að læra svo mikið að það á engan frítíma. Það er mikilvægt hvort sem um vinnu eða nám ræðir að gefa sér tíma fyrir það að rækta tengsl við vini og fjölskyldu, sinna áhugamálum og hreyfa sig. Þetta eru hlutir sem gefa okkur kraft til að standast álag í vinnu og skóla. Hugsaðu þér að þú sinnir náminu eins og þú myndir sinna starfi. Þegar vinnudegi er lokið ferð þú að gera eitthvað annað. Forðastu að fresta verkefnum og því að læra. Prófaðu að ákveða að þú ætlir að læra t.d. á milli kl. 12 og 14, sama í hvernig stuði þú ert. Láttu tímasetningu ráða för en ekki líðan þína. Þegar við frestum staflast verkefnin upp og verða til þess að við höldum áfram að fresta þangað til við komumst ekki upp með það og lendum í því að gera hlutina í miklu flýti. Flestum finnst það óþægilegt og væru til í að koma í veg fyrir það. Ákveddu hversu lengi þú ætlar að læra en ekki hve mikið efni þú ætlar þér að komast yfir. Ef þú ákveður að lesa í klukkutíma og sjá hve langt þú kemst getur það verið minni pressa en að ákveða að þú ætlir að klára að lesa 40 blaðsíðna grein á klukkutíma. Ef það virkar yfirþyrmandi að klára 40 blaðsíður á klukkutíma er ansi líklegt að við frestum því. Það að gefa sér ákveðið margar klukkustundir á dag í að læra leiðir til þess að við þokumst áfram. Stattu upp frá lærdómnum og fáðu þér ferskt loft. Það að taka pásur, standa upp og teygja úr sér, fá sér eitthvað að drekka eða borða eða fara í stuttan göngutúr getur verið upplífgandi og gefið okkur orku til að halda áfram. Stundum segist fólk ekki hafa tíma fyrir pásu og þá er einmitt mikilvægast af öllu að taka pásu! Ekki ætla þér um of og forðastu að einblína á einkunnir. Spurðu þig hvers vegna þú leggur stund á þetta nám. Er það til þess að fá háar einkunnir? Eða er það vegna þess að þú hefur áhuga á faginu? Hvert er viðhorf þitt til námsins og getur þú reynt að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða? Það er eðlilegt að stundum gangi vel og stundum illa og ekki vænlegt að ætla sér að vera alltaf framúrskarandi. Ef þér líður illa, talaðu um það við einhvern sem þú treystir. Það er betra að ræða um það hvernig okkur líður en að byrgja það innra með okkur. Mörg finna fyrir kvíða og depurð á tímum Covid-19 eða við breytingar og álag og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oft er nóg að tala við góðan vin, fjölskyldumeðlim eða kennara en stundum er gott að fá aðstoð frá fagfólki. 1Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt og leyfðu þér að hlakka til. Það er gott að hafa eitthvað spennandi framundan til að hugsa til. Þó að takmarkanir séu margvíslegar þá er vel hægt að finna upp á einhverju skemmtilegu með sínu fólki. Ekki fresta því! Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar