Auknar ráðstöfunartekjur heimila snúa hjólum samfélagsins Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 9. september 2020 13:00 Nú er efsta lag samfélagsins farið að kalla eftir því að almennt launafólk “axli ábyrgð” á stöðunni. Efsta lag samfélagsins vill að almennt launafólk gefi eftir og eða fresti launahækkunum sem framundan eru (haldi samningar gildi sínu). Þarna tala einstaklingar sem telja sig hafa sannleikann í höndum sér. Samtök atvinnulífsins hafa tekið þá stefnu að hámarka neikvætt tal og reyna þannig að magna upp enn verra ástand en það raunverulega er. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir erfiðleika og þrengingar þá eru aðstæður misjafnar í samfélaginu, misjafnar eftir atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er líklega í verstu stöðunni þar sem nánast öll lönd í kringum okkur hafa lokað landamærum sínum eða krefjast þess að ferðamenn fari í sóttkví við komu til landanna (svipað og hér á landi). Það hefur í raun stöðvað straum ferðamanna á milli landa. Sviðslistagreinar berjast einnig en vonandi horfir til betri vegar þar í haust. En hvað er mikilvægast þegar við förum inn á erfið samdráttarskeið? Jú það er einmitt að hjól samfélagsins gangi sem best. Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins heldur þurfa hjól samfélagsins að snúast. Við erum í einstaklega góðri stöðu að halda þeim gangandi meðal annars með einkaneyslu fólksins. Verslun getur gengið vel ef fólk heldur áfram að kaupa vöru. Framleiðsla getur gengið vel ef neytendur kaupa vörurnar o.s.frv. Við sjáum að innlend verslun hefur gengið vonum framar að undanförnu. En nú er reynt að leggja ofuráherslu á að styðja þurfi við fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagst af fullum þunga gegn hækkun á atvinnuleysisbótum en fagna öllu óheftu fjárstreymi til fyrirtækjanna sem ekki er augljóst hverju skili síðan áfram til almennings. Það sýnir hversu ósvífin þessi samtök eru með þessari framkomu að leggjast gegn fólkinu. Við sjáum nú þegar að vöruverð og gjaldskrár hafa verið að hækka að undanförnu. Sem betur fer er það ekki algilt en sífellt fleiri tilfelli sjást þar sem vöruverð hefur hækkað. En á sama tíma og fyrirtækin hækka vöruverð þá virðist sem svo að þau ætli sér að leggjast gegn hækkun launa. Þegar þetta tvennt leggst saman þá mun það gera það að verkum að einkaneysla mun dragast verulega saman, fólk hefur ekki efni á því að kaupa vörur og hjól samfélagsins hægja verulega á sér. Já þá er búið að búa til heimatilbúna dýpri kreppu. Mikilvægi þess að tryggja heimilunum nægar ráðstöfunartekjur þrátt fyrir samdrátt hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvægt. Hækkun atvinnuleysisbóta mun því skila sér í færri gjaldþrotum heimila. Hækkun atvinnuleysisbóta mun skila sér í bættri stöðu fyrirtækja þar sem fólk getur, þrátt fyrir atvinnumissi, haldið áfram að kaupa nauðsynjavörur og staðið við sínar skuldbindingar. Hækkun launa og hækkun atvinnuleysisbóta mun jafnframt skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Aukið fjármagn sem fer til óskilgreindra óljósra ráðstafana inn í fyrirtækin skilar ekki meiri skattgreiðslum frá fyrirtækjunum, þau greiða einfaldlega tiltölulega litla skatta til samfélagsins, það er launafólk sem greiðir mestu skattana. Það er í formi tekjuskatts og skatta sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Förum að hugsa út frá hagsmunum heimilanna, út frá hagsmunum launafólks. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú er efsta lag samfélagsins farið að kalla eftir því að almennt launafólk “axli ábyrgð” á stöðunni. Efsta lag samfélagsins vill að almennt launafólk gefi eftir og eða fresti launahækkunum sem framundan eru (haldi samningar gildi sínu). Þarna tala einstaklingar sem telja sig hafa sannleikann í höndum sér. Samtök atvinnulífsins hafa tekið þá stefnu að hámarka neikvætt tal og reyna þannig að magna upp enn verra ástand en það raunverulega er. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir erfiðleika og þrengingar þá eru aðstæður misjafnar í samfélaginu, misjafnar eftir atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er líklega í verstu stöðunni þar sem nánast öll lönd í kringum okkur hafa lokað landamærum sínum eða krefjast þess að ferðamenn fari í sóttkví við komu til landanna (svipað og hér á landi). Það hefur í raun stöðvað straum ferðamanna á milli landa. Sviðslistagreinar berjast einnig en vonandi horfir til betri vegar þar í haust. En hvað er mikilvægast þegar við förum inn á erfið samdráttarskeið? Jú það er einmitt að hjól samfélagsins gangi sem best. Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins heldur þurfa hjól samfélagsins að snúast. Við erum í einstaklega góðri stöðu að halda þeim gangandi meðal annars með einkaneyslu fólksins. Verslun getur gengið vel ef fólk heldur áfram að kaupa vöru. Framleiðsla getur gengið vel ef neytendur kaupa vörurnar o.s.frv. Við sjáum að innlend verslun hefur gengið vonum framar að undanförnu. En nú er reynt að leggja ofuráherslu á að styðja þurfi við fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa lagst af fullum þunga gegn hækkun á atvinnuleysisbótum en fagna öllu óheftu fjárstreymi til fyrirtækjanna sem ekki er augljóst hverju skili síðan áfram til almennings. Það sýnir hversu ósvífin þessi samtök eru með þessari framkomu að leggjast gegn fólkinu. Við sjáum nú þegar að vöruverð og gjaldskrár hafa verið að hækka að undanförnu. Sem betur fer er það ekki algilt en sífellt fleiri tilfelli sjást þar sem vöruverð hefur hækkað. En á sama tíma og fyrirtækin hækka vöruverð þá virðist sem svo að þau ætli sér að leggjast gegn hækkun launa. Þegar þetta tvennt leggst saman þá mun það gera það að verkum að einkaneysla mun dragast verulega saman, fólk hefur ekki efni á því að kaupa vörur og hjól samfélagsins hægja verulega á sér. Já þá er búið að búa til heimatilbúna dýpri kreppu. Mikilvægi þess að tryggja heimilunum nægar ráðstöfunartekjur þrátt fyrir samdrátt hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn mikilvægt. Hækkun atvinnuleysisbóta mun því skila sér í færri gjaldþrotum heimila. Hækkun atvinnuleysisbóta mun skila sér í bættri stöðu fyrirtækja þar sem fólk getur, þrátt fyrir atvinnumissi, haldið áfram að kaupa nauðsynjavörur og staðið við sínar skuldbindingar. Hækkun launa og hækkun atvinnuleysisbóta mun jafnframt skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Aukið fjármagn sem fer til óskilgreindra óljósra ráðstafana inn í fyrirtækin skilar ekki meiri skattgreiðslum frá fyrirtækjunum, þau greiða einfaldlega tiltölulega litla skatta til samfélagsins, það er launafólk sem greiðir mestu skattana. Það er í formi tekjuskatts og skatta sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Förum að hugsa út frá hagsmunum heimilanna, út frá hagsmunum launafólks. Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun