71 sótti um starf framkvæmdastjóra Orkídeu Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 09:01 Stefanía G. Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar og stjórnarformaður Orkídeu. Vísir/Vilhelm „Við erum ánægð með hversu margir hafa áhuga á þessu og það er ljóst að það er mikil þekking á þessu sviði í landinu,” segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir stjórnarformaður Orkídeu og framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar aðspurð um viðtökur fólks við auglýsingu Orkídeu eftir framkvæmdastjóra nýverið. Alls sóttu 71 einstaklingur um starfið en umsóknarfrestur rann út þann 14.ágúst síðastliðinn. Þá er einnig verið að ráða í starf rannsóknar- og þróunarstjóra hjá Orkídeu. Verkefninu Orkídea var ýtt úr vör í júlí með undirritun samnings samstarfsaðila sem tryggja reksturinn fyrstu fimm árin. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Samstarfsaðilar munu allir leggja til framlag í verkefnið ýmist í formi fjármagns, vinnu eða aðstöðu sem hljómar upp á rúmlega 180 milljónir,“ segir Stefanía en stefnt er að því að verkefnið muni standa undir sér fjárhagslega innan fimm ára. Eitt meginmarkmið Orkídeu er að auka á verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og gera framleiðsluna umhverfisvænni og samkeppnishæfari á alþjóðavísu. Ég held að það séu flestir sammála um að það séu miklar breytingar fyrirsjáanlegar á matvælamörkuðum. Krafan um sjálfbærni og hreinleika er alltaf að aukast og þar henta aðstæður á Íslandi einkar vel, enda höfum við alveg einstakan aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tæknivæðing í matvælaframleiðslu gerir það til dæmis að verkum að hægt er að hafa ræktun í stýrðu umhverfi, þar sem orka og vatn leika lykilhlutverk. Ég held þess vegna að það sé alveg óhætt að gera ráð fyrir því að aukinn grundvöllur myndist fyrir útflutningi á matvælum sem unnin eru á loftslags- og umhverfisvænan máta hér á landi. Í hversu miklum mæli verður tíminn að leiða í ljós, en þetta eru spennandi tímar,“ segir Stefanía. Orkídia varð til í kjölfar samtals Landsvirkjunar við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Mynd tekin í Friðheimum á Suðurlandi.Vísir/Atli Ísleifsson Græn orka og nýsköpun Nafnið Orkídea er tilvísun í græna orku og nýrra hugmynda (e.idea) og er eitt af meginmarkmiðum Orkídeu er nýsköpun. Meðal verkefna í þeim efnum er nýsköpunarhraðall í samstarfi við Icelandic Startups sem mun einblína á matvælaframleiðslu og líftækni. Að sögn Stefaníu verður auglýst eftir hugmyndum í þennan hraðal í haust. Stefanía segir mikla þróun vera í matvælageiranum og það sama megi segja um tækniþróun. „Matvælakerfið er að breytast, óskir neytenda eru að breytast sem og framleiðsluaðferðir matvæla.Þegar við nefnum hátæknimatvælaframleiðslu erum við að vísa til garðyrkju og ræktunar,“ segir Stefanía og bætir við Sem dæmi má nefna lóðréttan landbúnað, þörungaræktun, fiskeldi á landi, ýmis konar aðra matvælaframleiðslu í stýrðu umhverfi og áframvinnslu hráefnis sem á uppruna á svæðinu. Slík framleiðsla er orkufrek og þess vegna er Ísland, land endurnýjanlegrar orku, tilvalinn staður til þess að byggja upp slíka framleiðslu.“ En hvers vegna Suðurland? „Við höfum verið í samtali við Samtök sunnlenskra sveitafélaga um samstarf í nokkurn tíma og Landsvirkjun sá mikil tækifæri til samstarfs á Suðurlandi þar sem það svæði hefur verið í fararbroddi í matvælaframleiðslu á Íslandi og mikil þekking og reynsla í geiranum hefur myndast þar,“ segir Stefanía. Hún segir verkefnið einnig haldast í hendur við megináherslur nýrrar sóknaráætlunar Suðurlands þar sem lögð er áhersla á nýsköpun í orkunýtingu sem byggir á gæðum og hreinleika með það fyrir augum að auka á nýsköpun og veltu í matvælaframleiðslu á svæðinu og efla rannsóknir og þróun atvinnulífs. „Við sáum tækifæri til að vinna með öflugum aðilum sem vilja byggja upp nýsköpunarumhverfi í sjálfbærri hátæknimatvælaframleiðslu sem við höfum mikla trú á að verði mikilvæg atvinnugrein til framtíðar,“ segir Stefanía að lokum. Nýsköpun Starfsframi Vinnumarkaður Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Sjá meira
„Við erum ánægð með hversu margir hafa áhuga á þessu og það er ljóst að það er mikil þekking á þessu sviði í landinu,” segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir stjórnarformaður Orkídeu og framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar aðspurð um viðtökur fólks við auglýsingu Orkídeu eftir framkvæmdastjóra nýverið. Alls sóttu 71 einstaklingur um starfið en umsóknarfrestur rann út þann 14.ágúst síðastliðinn. Þá er einnig verið að ráða í starf rannsóknar- og þróunarstjóra hjá Orkídeu. Verkefninu Orkídea var ýtt úr vör í júlí með undirritun samnings samstarfsaðila sem tryggja reksturinn fyrstu fimm árin. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Samstarfsaðilar munu allir leggja til framlag í verkefnið ýmist í formi fjármagns, vinnu eða aðstöðu sem hljómar upp á rúmlega 180 milljónir,“ segir Stefanía en stefnt er að því að verkefnið muni standa undir sér fjárhagslega innan fimm ára. Eitt meginmarkmið Orkídeu er að auka á verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og gera framleiðsluna umhverfisvænni og samkeppnishæfari á alþjóðavísu. Ég held að það séu flestir sammála um að það séu miklar breytingar fyrirsjáanlegar á matvælamörkuðum. Krafan um sjálfbærni og hreinleika er alltaf að aukast og þar henta aðstæður á Íslandi einkar vel, enda höfum við alveg einstakan aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum. Tæknivæðing í matvælaframleiðslu gerir það til dæmis að verkum að hægt er að hafa ræktun í stýrðu umhverfi, þar sem orka og vatn leika lykilhlutverk. Ég held þess vegna að það sé alveg óhætt að gera ráð fyrir því að aukinn grundvöllur myndist fyrir útflutningi á matvælum sem unnin eru á loftslags- og umhverfisvænan máta hér á landi. Í hversu miklum mæli verður tíminn að leiða í ljós, en þetta eru spennandi tímar,“ segir Stefanía. Orkídia varð til í kjölfar samtals Landsvirkjunar við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Mynd tekin í Friðheimum á Suðurlandi.Vísir/Atli Ísleifsson Græn orka og nýsköpun Nafnið Orkídea er tilvísun í græna orku og nýrra hugmynda (e.idea) og er eitt af meginmarkmiðum Orkídeu er nýsköpun. Meðal verkefna í þeim efnum er nýsköpunarhraðall í samstarfi við Icelandic Startups sem mun einblína á matvælaframleiðslu og líftækni. Að sögn Stefaníu verður auglýst eftir hugmyndum í þennan hraðal í haust. Stefanía segir mikla þróun vera í matvælageiranum og það sama megi segja um tækniþróun. „Matvælakerfið er að breytast, óskir neytenda eru að breytast sem og framleiðsluaðferðir matvæla.Þegar við nefnum hátæknimatvælaframleiðslu erum við að vísa til garðyrkju og ræktunar,“ segir Stefanía og bætir við Sem dæmi má nefna lóðréttan landbúnað, þörungaræktun, fiskeldi á landi, ýmis konar aðra matvælaframleiðslu í stýrðu umhverfi og áframvinnslu hráefnis sem á uppruna á svæðinu. Slík framleiðsla er orkufrek og þess vegna er Ísland, land endurnýjanlegrar orku, tilvalinn staður til þess að byggja upp slíka framleiðslu.“ En hvers vegna Suðurland? „Við höfum verið í samtali við Samtök sunnlenskra sveitafélaga um samstarf í nokkurn tíma og Landsvirkjun sá mikil tækifæri til samstarfs á Suðurlandi þar sem það svæði hefur verið í fararbroddi í matvælaframleiðslu á Íslandi og mikil þekking og reynsla í geiranum hefur myndast þar,“ segir Stefanía. Hún segir verkefnið einnig haldast í hendur við megináherslur nýrrar sóknaráætlunar Suðurlands þar sem lögð er áhersla á nýsköpun í orkunýtingu sem byggir á gæðum og hreinleika með það fyrir augum að auka á nýsköpun og veltu í matvælaframleiðslu á svæðinu og efla rannsóknir og þróun atvinnulífs. „Við sáum tækifæri til að vinna með öflugum aðilum sem vilja byggja upp nýsköpunarumhverfi í sjálfbærri hátæknimatvælaframleiðslu sem við höfum mikla trú á að verði mikilvæg atvinnugrein til framtíðar,“ segir Stefanía að lokum.
Nýsköpun Starfsframi Vinnumarkaður Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Sjá meira