PSG sýndi mátt sinn og er komið í úrslit Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Þessir tveir áttu frábæran leik í liði PSG í kvöld. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Julian Nagelsmann og lærisveina hans í RB Leipzig er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hafði franska liðið betur 3-0 gegn spútnik liði keppninnar til þessa. PSG byrjaði leikinn mjög vel. Fyrsta mark leiksins kom þó úr óvæntri átt en Brasilíumaðurinn Marquinhos stangaði aukaspyrnu Angel Di Maria í netið á 13. mínútu. Di Maria put it on a platter for Marquinhos pic.twitter.com/8BSudFuwtG— B/R Football (@brfootball) August 18, 2020 Neymar átti aukaspyrnu í stöngina lengst utan af kanti áður en Di Maria sjálfur tvöfaldaði forystu Parísar með 12. marki sínu á leiktíðinnni eftir hörmulega sendingu Peter Gulacsi í marki Leipzig. Markvörðurinn ætlaði sér að gefa á miðjumanninn Marcel Sabitzer en sendingin var slæm, miðja PSG vann boltann sem fór þaðan á Neymar sem sendi Di Maria í gegn. Leipzig gat vart valið verri tímapunkt til að fá á sig mark en fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út er Di Maria fann netmöskvana. Neymar hefði geta bætt við þriðja marki PSG en allt kom fyrir ekki og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Neymar registers the 24th #UCL assist of his career - more than any other player since the Brazilian made his debut in the competition in 2013 pic.twitter.com/UfiEJLTvu5— WhoScored.com (@WhoScored) August 18, 2020 Leipzig gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og byrjaði síðari hálfleik af krafti. Þegar tíu mínútur voru hins vegar liðnar þá gerði PSG út um leikinn. Di Maria átti þá sendingu á Juan Bernat sem skallaði knöttinn fram hjá Gulacsi af stuttu færi. Neymar hamraði boltanum reyndar í netið en hann var farinn yfir marklínuna þegar Brassinn slengdi fætinum í boltann. PSG er verðskuldað komið í úrslit Meistaradeildarinnar.EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO PSG hefði hæglega getað bætt við marki eða mörkum í kvöld en þeir yfirspiluðu Leipzig einfaldlega frá A til Ö. Lokatölur 3-0 og ljóst að við gætum fengið franskan úrslitaleik fari svo að Lyon leggi Bayern Munich annað kvöld. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Julian Nagelsmann og lærisveina hans í RB Leipzig er liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hafði franska liðið betur 3-0 gegn spútnik liði keppninnar til þessa. PSG byrjaði leikinn mjög vel. Fyrsta mark leiksins kom þó úr óvæntri átt en Brasilíumaðurinn Marquinhos stangaði aukaspyrnu Angel Di Maria í netið á 13. mínútu. Di Maria put it on a platter for Marquinhos pic.twitter.com/8BSudFuwtG— B/R Football (@brfootball) August 18, 2020 Neymar átti aukaspyrnu í stöngina lengst utan af kanti áður en Di Maria sjálfur tvöfaldaði forystu Parísar með 12. marki sínu á leiktíðinnni eftir hörmulega sendingu Peter Gulacsi í marki Leipzig. Markvörðurinn ætlaði sér að gefa á miðjumanninn Marcel Sabitzer en sendingin var slæm, miðja PSG vann boltann sem fór þaðan á Neymar sem sendi Di Maria í gegn. Leipzig gat vart valið verri tímapunkt til að fá á sig mark en fyrri hálfleikur var í þann mund að renna út er Di Maria fann netmöskvana. Neymar hefði geta bætt við þriðja marki PSG en allt kom fyrir ekki og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Neymar registers the 24th #UCL assist of his career - more than any other player since the Brazilian made his debut in the competition in 2013 pic.twitter.com/UfiEJLTvu5— WhoScored.com (@WhoScored) August 18, 2020 Leipzig gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og byrjaði síðari hálfleik af krafti. Þegar tíu mínútur voru hins vegar liðnar þá gerði PSG út um leikinn. Di Maria átti þá sendingu á Juan Bernat sem skallaði knöttinn fram hjá Gulacsi af stuttu færi. Neymar hamraði boltanum reyndar í netið en hann var farinn yfir marklínuna þegar Brassinn slengdi fætinum í boltann. PSG er verðskuldað komið í úrslit Meistaradeildarinnar.EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO PSG hefði hæglega getað bætt við marki eða mörkum í kvöld en þeir yfirspiluðu Leipzig einfaldlega frá A til Ö. Lokatölur 3-0 og ljóst að við gætum fengið franskan úrslitaleik fari svo að Lyon leggi Bayern Munich annað kvöld.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti