Ekki stefna að hamingju Bergsveinn Ólafsson skrifar 17. febrúar 2020 12:30 Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun