Körfubolti

LeBron og Giannis búnir að kjósa í liðin sín og annað liðið er talsvert sterkara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra.
Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra. Getty/Andrew D. Bernstein

Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár.

LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers.

Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers.



Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum.

Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð.

Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik.



Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant.

Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir.

Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur.







Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum

Val 1    Anthony Davis

Val 3    Kawhi Leonard

Val 5    Luka Doncic

Val 7    James Harden

Val 10    Damian Lillard

Val 12    Ben Simmons

Val 14    Nikola Jokic

Val 16    Jayson Tatum

Val 18    Chris Paul

Val 20    Russell Westbrook

Val 22    Domantas Sabonis

Lið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum

Val 2    Joel Embiid

Val 4    Pascal Siakam

Val 6    Kemba Walker

Val 8    Trae Young

Val 9    Khris Middleton

Val 11    Bam Adebayo

Val 13    Rudy Gobert

Val 15    Jimmy Butler

Val 17    Kyle Lowry

Val 19    Brandon Ingram

Val 21    Donovan Mitchell

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×