Fórnar Ólympíuleikunum til að berjast fyrir frelsi manns sem situr í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:30 Maya Moore með Ólympíugullið sitt frá því í Ríó 2016. Getty/Jesse D. Garrabrant Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020 Bandaríkin NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020
Bandaríkin NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum