Lenging fæðingarorlofs gagnast öllum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 29. janúar 2020 09:00 Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun