Lenging fæðingarorlofs gagnast öllum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 29. janúar 2020 09:00 Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun