Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 16:00 Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Vísir/Getty Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“ Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“
Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira