„Ég hata þessa veiru!“ Íris Róbertsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íris Róbertsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun