Mun Man Utd sjá eftir því að leyfa ungstirninu að fara frítt líkt og Pogba á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 22:30 Brandon Williams, Mason Greenwood og Angel Gomes eftir leik gegn Norwich City í vetur. Gomes er nú á förum frá félaginu. Tom Purslow/Getty Images Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira