Ólíklegt að Pogba byrji gegn Tottenham | Passar hann í liðið með Bruno? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 17:30 Pogba í leiknum gegn Newcastle á annan dag jóla. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba, miðvallarleikmaður Manchester United, er búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann frá því tímabilið fór af stað síðasta haust. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið mjög ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Man United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Manchester United mætir Tottenham Hotspur í Lundúnum þann 19. júní. Pogba spilaði síðast á annan í jólum en hefur æft vel síðan félög á Englandi máttu koma saman að nýju og æfa á hefðbundinn hátt. Þrátt fyrir það virðist sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sé ekki tilbúinn að setja Pogba í byrjunarliðið. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort Pogba geti spilað við hlið Bruno Fernandes en Portúgalinn gekk í raðir félagsins í janúar frá Sporting Lisbon og hefur verið stórkostlegur. Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports sem og fyrrum leikmaður Man Utd, hefur blásið á þær sögusagnir. „Skil ekki neikvæðnina varðandi ´Hvernig Pogba og Fernandes passa saman.´ Það er ekki eins og þeir verði báðir djúpir. Við höfum séð Kevin De Bruyne og David Silva spila saman á þriggja manna miðju í þrjú ár,“ sagði Neville í Twitter-færslu á dögunum. I don t understand the sentiment of How do Pogba and Fernandes fit together . They won t be in a 2 sitting! With more fluid systems today than 20 years ago it should be simple. We ve just watched De Bruyne and David Silva play together for 3 years in a MDF 3.— Gary Neville (@GNev2) June 13, 2020 Solskjær vill samt helst spila 4-2-3-1 leikkerfi og því óljóst hvar leikmennirnir passa inn í þá uppstillingu. Mögulega gæti Norðmaðurinn stillt liði sínu upp í 4-3-1-2 leikkerfi með nokkurs konar tígulmiðju. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær kemur þeim tveimur fyrir í liði sínu en það er ljóst að miðja með Paul Pogba og Bruno Fernandes upp á sitt besta væri illviðráðanleg. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30 Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Paul Pogba, miðvallarleikmaður Manchester United, er búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann frá því tímabilið fór af stað síðasta haust. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið mjög ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Man United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Manchester United mætir Tottenham Hotspur í Lundúnum þann 19. júní. Pogba spilaði síðast á annan í jólum en hefur æft vel síðan félög á Englandi máttu koma saman að nýju og æfa á hefðbundinn hátt. Þrátt fyrir það virðist sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sé ekki tilbúinn að setja Pogba í byrjunarliðið. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort Pogba geti spilað við hlið Bruno Fernandes en Portúgalinn gekk í raðir félagsins í janúar frá Sporting Lisbon og hefur verið stórkostlegur. Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports sem og fyrrum leikmaður Man Utd, hefur blásið á þær sögusagnir. „Skil ekki neikvæðnina varðandi ´Hvernig Pogba og Fernandes passa saman.´ Það er ekki eins og þeir verði báðir djúpir. Við höfum séð Kevin De Bruyne og David Silva spila saman á þriggja manna miðju í þrjú ár,“ sagði Neville í Twitter-færslu á dögunum. I don t understand the sentiment of How do Pogba and Fernandes fit together . They won t be in a 2 sitting! With more fluid systems today than 20 years ago it should be simple. We ve just watched De Bruyne and David Silva play together for 3 years in a MDF 3.— Gary Neville (@GNev2) June 13, 2020 Solskjær vill samt helst spila 4-2-3-1 leikkerfi og því óljóst hvar leikmennirnir passa inn í þá uppstillingu. Mögulega gæti Norðmaðurinn stillt liði sínu upp í 4-3-1-2 leikkerfi með nokkurs konar tígulmiðju. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær kemur þeim tveimur fyrir í liði sínu en það er ljóst að miðja með Paul Pogba og Bruno Fernandes upp á sitt besta væri illviðráðanleg.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30 Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30
Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04