Sýna fram á að Liverpool eigi ekki skilið að vera á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 09:30 Sergio Aguero pg félagar í Manchester City eru 25 stigum á eftir Liverpool í töflunni en ættu að vera í toppsætinu út frá markalíkum. Getty/Shaun Botterill Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth. Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth.
Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira