Gylfi og félagar gefa eftir laun - Lækka um allt að helming Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar leggja sitt að mörkum til að Everton-samfélagið komi betur út úr kórónuveirukrísunni. VÍSIR/GETTY Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju. Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju.
Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30
Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30