Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 19:00 Liverpoolmenn eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni en bíða þess sem verða vill. VÍSIR/GETTY Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira