Körfubolti

Helena svarar „slúðurberum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir með dóttur sinni.
Helena Sverrisdóttir með dóttur sinni. Vísir/Daníel

Helena Sverrisdóttir, besta körfuboltakonan landsins og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins hefur komið fram og skotið niður alls kyns sögusagnir um sig og ástæðuna fyrir því að hún er búin að missa af leikjum Vals að undanförnu.

Helena hefur aðeins spilað tvo af síðustu sex leikjum Valsliðsins og ekkert síðan í toppslagnum á móti KR 1. desember síðastliðinn.

Helena fullvissaði slúðurbera sem aðra í færslu á Twitter að hún ætli að snúa aftur á parketið í janúar. Helena er sem sagt ekki á leið í aðgerð og hún er ekki ófrísk eins og einhverjir voru farnir að slúðra um.

Helena hefur verið að glíma við meiðsli síðan að hún lék tvo leiki með íslenska landsliðinu í nóvember.



Helena Sverrisdóttir er með 14,2 stig, 8,3 fráköst og 3,6 stoðsendingar í 9 deildarleikjum með Val í Dominos í vetur en það eru mun lægri tölur en í fyrra.

Á tímabilinu 2018-19 var Helena með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og Valsliðið vann þrefalt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×