Höfum ekki flugviskubit - flugferðir vernda náttúruna Þórir Garðarsson skrifar 9. desember 2019 11:30 Um 2,5% af losun koltvísýrings af mannavöldum er frá flugsamgöngum. Vissulega munar um minna ef fólk dregur verulega úr flugferðum og tekst þannig á við „flugviskubitið“. Færri virðast þó hafa hugsað um þau neikvæðu áhrif sem samdráttur í ferðalögum hefði á mannlíf og náttúruvernd um allan heim – þar á meðal hér á landi. New York Times birti nýlega afar áhugaverða grein eftir Costas Christ, stofnanda Beyond Green Travel, sem er ráðgjafarfyrirtæki um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar bendir hann á að ekki sé allt sem sýnist í umræðunni um meint skaðleg áhrif flugferða. Costas bendir í greininni á að vernd villtrar náttúru og sjaldgæfra dýrategunda um allan heim eigi mikið undir þeim fjárhagslegu áhrifum sem ferðaþjónustan hefur. Dæmið af Serengeti þjóðgarðinum Hann tekur sem dæmi þá einu og hálfu milljón ferðamanna sem koma fljúgandi úr öllum heimshornum á hverju ári til að heimsækja Serengeti þjóðgarðinn í Tanzaníu og borga aðgangseyri að lágmarki 10 þúsund krónur á mann á dag. Hvaða áhrif hefði það á milljón gnýja flökkuhjarðir á 15 þúsund ferkílómetrum þjóðgarðsins ef Serengeti hefði ekki tekjurnar af þessum ferðamönnum? Costas telur ekki spurningu að slétturnar yrðu samstundis lagðar undir nautgriparækt með geigvænlegum áhrifum á allt dýralífið í þjóðgarðinum. Costas segir að því sé spáð að árið 2030 muni ferðaþjónusta skapa um 33.000 milljarða (33 billjóna) króna tekjur á ári í Afríku. Ef þessar tekjur hrynji eða hverfi, þá geti fólk hætt að láta sig dreyma um vernd dýra í útrýmingarhættu. Ef við hættum öll að fljúga, mun það bjarga heiminum, spyr Costas. Hann svarar því til að svarið sé líklegast þvert á móti. Hann bendir á að um 10% starfa um allan heim tengist ferðaþjónustu. Í mörgum löndum skapar náttúrutengd ferðaþjónusta mestu útflutningstekjurnar. Hvaða áhrif hefði það á vernd náttúrunnar ef enginn hefði hag af því að hugsa um þá vernd? Jákvæðu áhrifin fyrir íslenska náttúru Auðvelt er að heimfæra málflutning Costas upp á íslenskar aðstæður. Stóraukin ferðalög erlendra ferðamanna hingað til lands hafa minnt okkur Íslendinga hressilega á hve mikil verðmæti liggja í fjölbreyttu náttúrufari landsins. Þessi áhugi hvetur okkur til að vernda verðmætin og ráðast í aðgerðir til þess. Fjölmörg brothætt byggðarlög hafa blómstrað vegna viðskipta ferðafólksins. Um 40% af útflutningstekjum okkar koma gegnum ferðaþjónustuna. Þjóðarbúið hefði ekki rétt úr kútnum eftir bankahrunið ef flugviskubit stýrði ferðahegðun fólks. Aðrar leiðir eru áhrifaríkari Í greininni í NYT bendir Costas á mikilvægi skóga til að safna í sig koltvísýringi. Eyðing skóganna af mannavöldum um allan heim er hins vegar svo mikil að það jafnast á við 20% af losun koltvísýrings á ári. Í þeim samanburði verður 2,5% losun frá flugsamgöngum léttvæg. Þar með er ekki sagt að flugfélög kæri sig kollótt um áhrifin. Flugvélaframleiðendur vinna stöðugt að því að þróa flugvélar sem nota minna eldsneyti á hvert sæti og losa þar með minna af gróðurhúsalofttegundum. Hér á landi eru endurheimt votlendis og skógrækt áhrifaríkustu aðgerðirnar gegn loftslagsáhrifunum. Costas tekur Kólumbíu sem dæmi um jákvæð áhrif af straumi ferðamanna. Í Kólumbíu eru 59 þjóðgarðar og friðlýst svæði sem reiða sig á tekjur af ferðamönnum til að vega á móti ásælni námufyrirtækja og stórtæks landbúnaðar. Stjórnvöld í Kólumbíu leggja því mikla áherslu á ferðaþjónustuna. Staðreyndin er sú að fjárhagslegur ávinningur ræður mestu um hvaða stefna er tekin. Ef engar eru tekjurnar af ferðafólki til að upplifa villt dýralíf eða sérstæða og óspillta náttúrufegurð, þá opnast í staðinn fyrir þeim sem vilja skapa tekjur með öðrum hætti, til dæmis mengandi landbúnaði eða námuvinnslu. Taka má undir hvert orð í grein Costas. Hún er holl áminning til okkar Íslendinga um að nýta og vernda þær náttúruauðlindir sem hægt er, ekki aðeins vegna áhuga ferðamanna heldur ekkert síður fyrir okkur sjálf. Að ekki sé minnst á þá einföldu staðreynd að að flug er í raun eini raunhæfi kosturinn fyrir okkur sjálf til að komast til annarra landa. Það er í raun engin ástæða til að hafa flugviskubit. Fyrir þá sem vilja lesa grein Costas Christ, þá er hér hlekkur á hana.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Loftslagsmál Þórir Garðarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um 2,5% af losun koltvísýrings af mannavöldum er frá flugsamgöngum. Vissulega munar um minna ef fólk dregur verulega úr flugferðum og tekst þannig á við „flugviskubitið“. Færri virðast þó hafa hugsað um þau neikvæðu áhrif sem samdráttur í ferðalögum hefði á mannlíf og náttúruvernd um allan heim – þar á meðal hér á landi. New York Times birti nýlega afar áhugaverða grein eftir Costas Christ, stofnanda Beyond Green Travel, sem er ráðgjafarfyrirtæki um sjálfbæra ferðaþjónustu. Þar bendir hann á að ekki sé allt sem sýnist í umræðunni um meint skaðleg áhrif flugferða. Costas bendir í greininni á að vernd villtrar náttúru og sjaldgæfra dýrategunda um allan heim eigi mikið undir þeim fjárhagslegu áhrifum sem ferðaþjónustan hefur. Dæmið af Serengeti þjóðgarðinum Hann tekur sem dæmi þá einu og hálfu milljón ferðamanna sem koma fljúgandi úr öllum heimshornum á hverju ári til að heimsækja Serengeti þjóðgarðinn í Tanzaníu og borga aðgangseyri að lágmarki 10 þúsund krónur á mann á dag. Hvaða áhrif hefði það á milljón gnýja flökkuhjarðir á 15 þúsund ferkílómetrum þjóðgarðsins ef Serengeti hefði ekki tekjurnar af þessum ferðamönnum? Costas telur ekki spurningu að slétturnar yrðu samstundis lagðar undir nautgriparækt með geigvænlegum áhrifum á allt dýralífið í þjóðgarðinum. Costas segir að því sé spáð að árið 2030 muni ferðaþjónusta skapa um 33.000 milljarða (33 billjóna) króna tekjur á ári í Afríku. Ef þessar tekjur hrynji eða hverfi, þá geti fólk hætt að láta sig dreyma um vernd dýra í útrýmingarhættu. Ef við hættum öll að fljúga, mun það bjarga heiminum, spyr Costas. Hann svarar því til að svarið sé líklegast þvert á móti. Hann bendir á að um 10% starfa um allan heim tengist ferðaþjónustu. Í mörgum löndum skapar náttúrutengd ferðaþjónusta mestu útflutningstekjurnar. Hvaða áhrif hefði það á vernd náttúrunnar ef enginn hefði hag af því að hugsa um þá vernd? Jákvæðu áhrifin fyrir íslenska náttúru Auðvelt er að heimfæra málflutning Costas upp á íslenskar aðstæður. Stóraukin ferðalög erlendra ferðamanna hingað til lands hafa minnt okkur Íslendinga hressilega á hve mikil verðmæti liggja í fjölbreyttu náttúrufari landsins. Þessi áhugi hvetur okkur til að vernda verðmætin og ráðast í aðgerðir til þess. Fjölmörg brothætt byggðarlög hafa blómstrað vegna viðskipta ferðafólksins. Um 40% af útflutningstekjum okkar koma gegnum ferðaþjónustuna. Þjóðarbúið hefði ekki rétt úr kútnum eftir bankahrunið ef flugviskubit stýrði ferðahegðun fólks. Aðrar leiðir eru áhrifaríkari Í greininni í NYT bendir Costas á mikilvægi skóga til að safna í sig koltvísýringi. Eyðing skóganna af mannavöldum um allan heim er hins vegar svo mikil að það jafnast á við 20% af losun koltvísýrings á ári. Í þeim samanburði verður 2,5% losun frá flugsamgöngum léttvæg. Þar með er ekki sagt að flugfélög kæri sig kollótt um áhrifin. Flugvélaframleiðendur vinna stöðugt að því að þróa flugvélar sem nota minna eldsneyti á hvert sæti og losa þar með minna af gróðurhúsalofttegundum. Hér á landi eru endurheimt votlendis og skógrækt áhrifaríkustu aðgerðirnar gegn loftslagsáhrifunum. Costas tekur Kólumbíu sem dæmi um jákvæð áhrif af straumi ferðamanna. Í Kólumbíu eru 59 þjóðgarðar og friðlýst svæði sem reiða sig á tekjur af ferðamönnum til að vega á móti ásælni námufyrirtækja og stórtæks landbúnaðar. Stjórnvöld í Kólumbíu leggja því mikla áherslu á ferðaþjónustuna. Staðreyndin er sú að fjárhagslegur ávinningur ræður mestu um hvaða stefna er tekin. Ef engar eru tekjurnar af ferðafólki til að upplifa villt dýralíf eða sérstæða og óspillta náttúrufegurð, þá opnast í staðinn fyrir þeim sem vilja skapa tekjur með öðrum hætti, til dæmis mengandi landbúnaði eða námuvinnslu. Taka má undir hvert orð í grein Costas. Hún er holl áminning til okkar Íslendinga um að nýta og vernda þær náttúruauðlindir sem hægt er, ekki aðeins vegna áhuga ferðamanna heldur ekkert síður fyrir okkur sjálf. Að ekki sé minnst á þá einföldu staðreynd að að flug er í raun eini raunhæfi kosturinn fyrir okkur sjálf til að komast til annarra landa. Það er í raun engin ástæða til að hafa flugviskubit. Fyrir þá sem vilja lesa grein Costas Christ, þá er hér hlekkur á hana.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun