Á svifbretti um ganga nýsköpunarskóla Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. nóvember 2019 09:00 Tímaflakk Marty og Doc hafði mikil áhrif á mig þegar ég horfði á Back to the future myndirnar. Við erum heilluð af framtíðinni og notum ítrekað bíómyndir, sjónvarpþætti og bækur til að láta okkur dreyma - eða óttast - um hvernig hún muni verða. Á árinu 2015 flaug Marty um á fljúgandi bílum, renndi sér áfram á svifbretti og átti sjálfreimandi skó. Nú er framtíðin komin og það eru engir svifbílar né hjól eða svifbretti. Það er ekki heldur hægt að setja pínulitla tveggja tommu pizzu inn í örbylgjuofn og hún stækkar og verður sextán tommu. Það sem einkennir nútímann eru fjarskipti, tækniþróun á örhraða og meðhöndlun upplýsinga, hvernig við sækjum upplýsingar og hvernig miðlum við þeim áfram. Það sem einkennir líka nútímann er loftslagsvá og að heimilið okkar, jörðin, er í hættu. Skólakerfið þarf að bregðast við þessum breytingum nútímans og undirbúa nemendur undir framtíðina. Því hefur t.d. verið margsinnis haldið fram að um 80% starfa sem verða unnin eftir 20 ár séu ekki til í dag. Er aðalnámskrá skólakerfisins að vinna samkvæmt því? Í byrjun nóvember hlustaði ég á ungmennin í skólaráðum landsins ræða stöðuna í skólakerfinu á áhugaverðu skólaþingi sveitarfélaganna sem bar heitið „Erum við á réttu róli?”. Það var samhljómur í skilaboðum þeirra. Þau kölluðu eftir fleiri námsgreinum. Nýjum námsgreinum. Breyttum námsgreinum. Námsgreinum sem undirbúa þau betur undir heiminn eins og hann er núna. Og verður í framtíðinni. Þetta eru námsgreinar á borð við:Frumkvöðlafræði og leiðtogahæfniNýsköpun og skapandi hugsun Gagnrýna hugsun og rökhugsunUmhverfisvitund og samfélagsfrumkvöðlahugsunForritun / TölvulæsiKynjafræðiSamningatækniLýðræði Núvitund Nú stendur til að stofna nýsköpunarskóla fyrir nemendur á unglingastigi í norðanverðum Grafarvogi. Þetta er, að mínu mati, eitt af því merkilegasta sem er að gerast í menntamálum á Íslandi í dag. Margir spyrja sig að því hvað sé átt með nýsköpunarskóla. Það er ekki nema von. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Skapandi hugsun er lykilhæfni þegar kemur að því að vera virkur og öflugur þátttakandi í nútímasamfélagi. Að hafa hæfni og búa yfir getu til að hugsa út fyrir boxið, geta lesið í samfélagslegar aðstæður, leita nýrra lausna sem byggja á fyrri reynslu og upplifun, takast á við áskoranir og mæta mótlæti skiptir miklu máli. Stórar samfélagsbreytingar krefjist bæði auðlinda og fjármagns. Það eru þó til dæmi þar sem stórkostlegar, kerfisbundnar og varanlegar breytingar hafa náð fram að ganga vegna einstaklinga sem í upphafi höfðu engar auðlindir aðrar en sína eigin samfélaglegu ástríðu, skapandi kraft og frumkvöðlahugsun. Samfélagsfrumkvöðullinn hugsar jafnan um það hvaða áhrif nýsköpunin hefur á aðra, hvaða ávinning aðrir hafa af hugmyndinni. Nýsköpunarskóli leggur rækt við samfélagsfrumkvöðahugsun. Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem ber heitið „Látum draumana rætast” eru fimm megin áhersluþættir: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Hugmyndin um nýsköpunarskóla mætir sérstaklega vel þessum fimm áhersluþáttum. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að sjá og taka þátt í stofnun nýsköpunarskóla í Reykjavík. Ég er þess fullviss um að hann eigi eftir að mæta þörfum margra og muni hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Mér verður hugsað til fyrrum samstarfsmanna minna hjá CCP. Þar störfuðu virkilega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að gera mjög framandi og spennandi hluti. Það sem margir af þessum fyrrum hæfileikaríku samstarfsmönnum mínum áttu sameiginlegt var að þeir fundu sig aldrei í almennu skólakerfi. Algjörlega á skjön við aðalnámskrána blessuðu. Þarna voru þeir í starfsumhverfi þar sem þeir blómstruðu og mætti þeirra getu og áhugasviði. Og voru að framleiða vöru sem var og er talin merkileg á heimsmælikvarða. Ég vil sjá skólakerfið taka utan um þessa einstaklinga og líka marga aðra. En ekki ýta þeim út fyrir það. Við skulum vera saman í nútímanum og fara aftur saman til framtíðar. Hver veit, kannski verðum við farin að fljúga á umhverfisvænum svifbílum og svifbrettum eftir 20 ár?Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Diljá Ámundadóttir Zoëga Lokun Kelduskóla, Korpu Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Tímaflakk Marty og Doc hafði mikil áhrif á mig þegar ég horfði á Back to the future myndirnar. Við erum heilluð af framtíðinni og notum ítrekað bíómyndir, sjónvarpþætti og bækur til að láta okkur dreyma - eða óttast - um hvernig hún muni verða. Á árinu 2015 flaug Marty um á fljúgandi bílum, renndi sér áfram á svifbretti og átti sjálfreimandi skó. Nú er framtíðin komin og það eru engir svifbílar né hjól eða svifbretti. Það er ekki heldur hægt að setja pínulitla tveggja tommu pizzu inn í örbylgjuofn og hún stækkar og verður sextán tommu. Það sem einkennir nútímann eru fjarskipti, tækniþróun á örhraða og meðhöndlun upplýsinga, hvernig við sækjum upplýsingar og hvernig miðlum við þeim áfram. Það sem einkennir líka nútímann er loftslagsvá og að heimilið okkar, jörðin, er í hættu. Skólakerfið þarf að bregðast við þessum breytingum nútímans og undirbúa nemendur undir framtíðina. Því hefur t.d. verið margsinnis haldið fram að um 80% starfa sem verða unnin eftir 20 ár séu ekki til í dag. Er aðalnámskrá skólakerfisins að vinna samkvæmt því? Í byrjun nóvember hlustaði ég á ungmennin í skólaráðum landsins ræða stöðuna í skólakerfinu á áhugaverðu skólaþingi sveitarfélaganna sem bar heitið „Erum við á réttu róli?”. Það var samhljómur í skilaboðum þeirra. Þau kölluðu eftir fleiri námsgreinum. Nýjum námsgreinum. Breyttum námsgreinum. Námsgreinum sem undirbúa þau betur undir heiminn eins og hann er núna. Og verður í framtíðinni. Þetta eru námsgreinar á borð við:Frumkvöðlafræði og leiðtogahæfniNýsköpun og skapandi hugsun Gagnrýna hugsun og rökhugsunUmhverfisvitund og samfélagsfrumkvöðlahugsunForritun / TölvulæsiKynjafræðiSamningatækniLýðræði Núvitund Nú stendur til að stofna nýsköpunarskóla fyrir nemendur á unglingastigi í norðanverðum Grafarvogi. Þetta er, að mínu mati, eitt af því merkilegasta sem er að gerast í menntamálum á Íslandi í dag. Margir spyrja sig að því hvað sé átt með nýsköpunarskóla. Það er ekki nema von. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Skapandi hugsun er lykilhæfni þegar kemur að því að vera virkur og öflugur þátttakandi í nútímasamfélagi. Að hafa hæfni og búa yfir getu til að hugsa út fyrir boxið, geta lesið í samfélagslegar aðstæður, leita nýrra lausna sem byggja á fyrri reynslu og upplifun, takast á við áskoranir og mæta mótlæti skiptir miklu máli. Stórar samfélagsbreytingar krefjist bæði auðlinda og fjármagns. Það eru þó til dæmi þar sem stórkostlegar, kerfisbundnar og varanlegar breytingar hafa náð fram að ganga vegna einstaklinga sem í upphafi höfðu engar auðlindir aðrar en sína eigin samfélaglegu ástríðu, skapandi kraft og frumkvöðlahugsun. Samfélagsfrumkvöðullinn hugsar jafnan um það hvaða áhrif nýsköpunin hefur á aðra, hvaða ávinning aðrir hafa af hugmyndinni. Nýsköpunarskóli leggur rækt við samfélagsfrumkvöðahugsun. Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem ber heitið „Látum draumana rætast” eru fimm megin áhersluþættir: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Hugmyndin um nýsköpunarskóla mætir sérstaklega vel þessum fimm áhersluþáttum. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að sjá og taka þátt í stofnun nýsköpunarskóla í Reykjavík. Ég er þess fullviss um að hann eigi eftir að mæta þörfum margra og muni hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Mér verður hugsað til fyrrum samstarfsmanna minna hjá CCP. Þar störfuðu virkilega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að gera mjög framandi og spennandi hluti. Það sem margir af þessum fyrrum hæfileikaríku samstarfsmönnum mínum áttu sameiginlegt var að þeir fundu sig aldrei í almennu skólakerfi. Algjörlega á skjön við aðalnámskrána blessuðu. Þarna voru þeir í starfsumhverfi þar sem þeir blómstruðu og mætti þeirra getu og áhugasviði. Og voru að framleiða vöru sem var og er talin merkileg á heimsmælikvarða. Ég vil sjá skólakerfið taka utan um þessa einstaklinga og líka marga aðra. En ekki ýta þeim út fyrir það. Við skulum vera saman í nútímanum og fara aftur saman til framtíðar. Hver veit, kannski verðum við farin að fljúga á umhverfisvænum svifbílum og svifbrettum eftir 20 ár?Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun