Á svifbretti um ganga nýsköpunarskóla Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. nóvember 2019 09:00 Tímaflakk Marty og Doc hafði mikil áhrif á mig þegar ég horfði á Back to the future myndirnar. Við erum heilluð af framtíðinni og notum ítrekað bíómyndir, sjónvarpþætti og bækur til að láta okkur dreyma - eða óttast - um hvernig hún muni verða. Á árinu 2015 flaug Marty um á fljúgandi bílum, renndi sér áfram á svifbretti og átti sjálfreimandi skó. Nú er framtíðin komin og það eru engir svifbílar né hjól eða svifbretti. Það er ekki heldur hægt að setja pínulitla tveggja tommu pizzu inn í örbylgjuofn og hún stækkar og verður sextán tommu. Það sem einkennir nútímann eru fjarskipti, tækniþróun á örhraða og meðhöndlun upplýsinga, hvernig við sækjum upplýsingar og hvernig miðlum við þeim áfram. Það sem einkennir líka nútímann er loftslagsvá og að heimilið okkar, jörðin, er í hættu. Skólakerfið þarf að bregðast við þessum breytingum nútímans og undirbúa nemendur undir framtíðina. Því hefur t.d. verið margsinnis haldið fram að um 80% starfa sem verða unnin eftir 20 ár séu ekki til í dag. Er aðalnámskrá skólakerfisins að vinna samkvæmt því? Í byrjun nóvember hlustaði ég á ungmennin í skólaráðum landsins ræða stöðuna í skólakerfinu á áhugaverðu skólaþingi sveitarfélaganna sem bar heitið „Erum við á réttu róli?”. Það var samhljómur í skilaboðum þeirra. Þau kölluðu eftir fleiri námsgreinum. Nýjum námsgreinum. Breyttum námsgreinum. Námsgreinum sem undirbúa þau betur undir heiminn eins og hann er núna. Og verður í framtíðinni. Þetta eru námsgreinar á borð við:Frumkvöðlafræði og leiðtogahæfniNýsköpun og skapandi hugsun Gagnrýna hugsun og rökhugsunUmhverfisvitund og samfélagsfrumkvöðlahugsunForritun / TölvulæsiKynjafræðiSamningatækniLýðræði Núvitund Nú stendur til að stofna nýsköpunarskóla fyrir nemendur á unglingastigi í norðanverðum Grafarvogi. Þetta er, að mínu mati, eitt af því merkilegasta sem er að gerast í menntamálum á Íslandi í dag. Margir spyrja sig að því hvað sé átt með nýsköpunarskóla. Það er ekki nema von. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Skapandi hugsun er lykilhæfni þegar kemur að því að vera virkur og öflugur þátttakandi í nútímasamfélagi. Að hafa hæfni og búa yfir getu til að hugsa út fyrir boxið, geta lesið í samfélagslegar aðstæður, leita nýrra lausna sem byggja á fyrri reynslu og upplifun, takast á við áskoranir og mæta mótlæti skiptir miklu máli. Stórar samfélagsbreytingar krefjist bæði auðlinda og fjármagns. Það eru þó til dæmi þar sem stórkostlegar, kerfisbundnar og varanlegar breytingar hafa náð fram að ganga vegna einstaklinga sem í upphafi höfðu engar auðlindir aðrar en sína eigin samfélaglegu ástríðu, skapandi kraft og frumkvöðlahugsun. Samfélagsfrumkvöðullinn hugsar jafnan um það hvaða áhrif nýsköpunin hefur á aðra, hvaða ávinning aðrir hafa af hugmyndinni. Nýsköpunarskóli leggur rækt við samfélagsfrumkvöðahugsun. Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem ber heitið „Látum draumana rætast” eru fimm megin áhersluþættir: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Hugmyndin um nýsköpunarskóla mætir sérstaklega vel þessum fimm áhersluþáttum. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að sjá og taka þátt í stofnun nýsköpunarskóla í Reykjavík. Ég er þess fullviss um að hann eigi eftir að mæta þörfum margra og muni hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Mér verður hugsað til fyrrum samstarfsmanna minna hjá CCP. Þar störfuðu virkilega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að gera mjög framandi og spennandi hluti. Það sem margir af þessum fyrrum hæfileikaríku samstarfsmönnum mínum áttu sameiginlegt var að þeir fundu sig aldrei í almennu skólakerfi. Algjörlega á skjön við aðalnámskrána blessuðu. Þarna voru þeir í starfsumhverfi þar sem þeir blómstruðu og mætti þeirra getu og áhugasviði. Og voru að framleiða vöru sem var og er talin merkileg á heimsmælikvarða. Ég vil sjá skólakerfið taka utan um þessa einstaklinga og líka marga aðra. En ekki ýta þeim út fyrir það. Við skulum vera saman í nútímanum og fara aftur saman til framtíðar. Hver veit, kannski verðum við farin að fljúga á umhverfisvænum svifbílum og svifbrettum eftir 20 ár?Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Diljá Ámundadóttir Zoëga Lokun Kelduskóla, Korpu Nýsköpun Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Tímaflakk Marty og Doc hafði mikil áhrif á mig þegar ég horfði á Back to the future myndirnar. Við erum heilluð af framtíðinni og notum ítrekað bíómyndir, sjónvarpþætti og bækur til að láta okkur dreyma - eða óttast - um hvernig hún muni verða. Á árinu 2015 flaug Marty um á fljúgandi bílum, renndi sér áfram á svifbretti og átti sjálfreimandi skó. Nú er framtíðin komin og það eru engir svifbílar né hjól eða svifbretti. Það er ekki heldur hægt að setja pínulitla tveggja tommu pizzu inn í örbylgjuofn og hún stækkar og verður sextán tommu. Það sem einkennir nútímann eru fjarskipti, tækniþróun á örhraða og meðhöndlun upplýsinga, hvernig við sækjum upplýsingar og hvernig miðlum við þeim áfram. Það sem einkennir líka nútímann er loftslagsvá og að heimilið okkar, jörðin, er í hættu. Skólakerfið þarf að bregðast við þessum breytingum nútímans og undirbúa nemendur undir framtíðina. Því hefur t.d. verið margsinnis haldið fram að um 80% starfa sem verða unnin eftir 20 ár séu ekki til í dag. Er aðalnámskrá skólakerfisins að vinna samkvæmt því? Í byrjun nóvember hlustaði ég á ungmennin í skólaráðum landsins ræða stöðuna í skólakerfinu á áhugaverðu skólaþingi sveitarfélaganna sem bar heitið „Erum við á réttu róli?”. Það var samhljómur í skilaboðum þeirra. Þau kölluðu eftir fleiri námsgreinum. Nýjum námsgreinum. Breyttum námsgreinum. Námsgreinum sem undirbúa þau betur undir heiminn eins og hann er núna. Og verður í framtíðinni. Þetta eru námsgreinar á borð við:Frumkvöðlafræði og leiðtogahæfniNýsköpun og skapandi hugsun Gagnrýna hugsun og rökhugsunUmhverfisvitund og samfélagsfrumkvöðlahugsunForritun / TölvulæsiKynjafræðiSamningatækniLýðræði Núvitund Nú stendur til að stofna nýsköpunarskóla fyrir nemendur á unglingastigi í norðanverðum Grafarvogi. Þetta er, að mínu mati, eitt af því merkilegasta sem er að gerast í menntamálum á Íslandi í dag. Margir spyrja sig að því hvað sé átt með nýsköpunarskóla. Það er ekki nema von. Nýsköpun er lykillinn að nýjum lausnum, bættu verklagi og lausn flókinna viðfangsefna. Skapandi hugsun er lykilhæfni þegar kemur að því að vera virkur og öflugur þátttakandi í nútímasamfélagi. Að hafa hæfni og búa yfir getu til að hugsa út fyrir boxið, geta lesið í samfélagslegar aðstæður, leita nýrra lausna sem byggja á fyrri reynslu og upplifun, takast á við áskoranir og mæta mótlæti skiptir miklu máli. Stórar samfélagsbreytingar krefjist bæði auðlinda og fjármagns. Það eru þó til dæmi þar sem stórkostlegar, kerfisbundnar og varanlegar breytingar hafa náð fram að ganga vegna einstaklinga sem í upphafi höfðu engar auðlindir aðrar en sína eigin samfélaglegu ástríðu, skapandi kraft og frumkvöðlahugsun. Samfélagsfrumkvöðullinn hugsar jafnan um það hvaða áhrif nýsköpunin hefur á aðra, hvaða ávinning aðrir hafa af hugmyndinni. Nýsköpunarskóli leggur rækt við samfélagsfrumkvöðahugsun. Í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, sem ber heitið „Látum draumana rætast” eru fimm megin áhersluþættir: félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði. Hugmyndin um nýsköpunarskóla mætir sérstaklega vel þessum fimm áhersluþáttum. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að sjá og taka þátt í stofnun nýsköpunarskóla í Reykjavík. Ég er þess fullviss um að hann eigi eftir að mæta þörfum margra og muni hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Mér verður hugsað til fyrrum samstarfsmanna minna hjá CCP. Þar störfuðu virkilega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að gera mjög framandi og spennandi hluti. Það sem margir af þessum fyrrum hæfileikaríku samstarfsmönnum mínum áttu sameiginlegt var að þeir fundu sig aldrei í almennu skólakerfi. Algjörlega á skjön við aðalnámskrána blessuðu. Þarna voru þeir í starfsumhverfi þar sem þeir blómstruðu og mætti þeirra getu og áhugasviði. Og voru að framleiða vöru sem var og er talin merkileg á heimsmælikvarða. Ég vil sjá skólakerfið taka utan um þessa einstaklinga og líka marga aðra. En ekki ýta þeim út fyrir það. Við skulum vera saman í nútímanum og fara aftur saman til framtíðar. Hver veit, kannski verðum við farin að fljúga á umhverfisvænum svifbílum og svifbrettum eftir 20 ár?Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og fulltrúi í Skóla- og frístundaráði í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun