Hlýnun jarðar torveldi ávöxtun lífeyrissjóða Helgi Vífill Júlíusson skrifar 24. október 2019 07:30 Sean Kidney, framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative og Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum Mörkuðum. fbl/valli Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira