Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2025 11:02 Kristján er orðinn langþreyttur á vaxtaumhverfinu hér á landi. Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Kristján Inga Gunnarsson fjölskylduföður úr Kópavogi. Tilefnið er Facebook færsla Kristjáns þar sem hann segir að það muni enda þannig að hann muni greiða út allan sinn lífeyri til þess að koma börnunum sínum þremur í eigin húsnæði verði vaxtaumhverfið það sama hér á landi næstu árin. Tók skynsamlegar ákvarðanir en það dugir ekki Kristján tekur fram í Bítinu á Bylgjunni að hann sé heilt yfir mjög bjartsýnn maður. Hann hafi alla tíð unnið mikið og sinnt fjármálum sínum af festu og ábyrgð. Kristján, sem er 45 ára, hafi sem dæmi ákveðið að stækka ekki við sig á sama tíma og flestir jafnaldrar hans hafi gert það. „Það er ekki að duga. Ég er í 115 fermetra tvíbýli. Efri hæð í svona eldgömlu húsi á Kársnesinu og ég hef reynt að gera þetta. Ég er nokkurn veginn á sama stað með þessi fasteignalán eins og ég var þegar ég verslaði þessa íbúð fyrir þrettán árum síðan.“ Hann eigi þrjú börn, þrettán, fimmtán og nítján ára gömul. Hann sjái fram á að allt hans svigrúm og lífeyrir muni fara í að koma þeim inn á fasteignamarkaðinn innan örfárra ára. Hann segist óska fyrirsjáanleika í lánamálum, sem hafi aldrei verið í boði á Íslandi. „En ég mun þurfa að taka bara þá peninga og það svigrúm sem ég á til þess að reyna að koma mínum börnum inn á fasteignamarkaðinn, annað hvort með því að reyna að byggja bara þriggja hæða bílskúr og koma þeim þar fyrir, eða þá að þurfa að fara að endurfjármagna lánin mín til þess að hækka þau til þess að láta börnin mín fá einhvern pening. Það eru sko tíu ár í það, þannig ég er bara í eiginhagsmunapólitík. Ég er eins og venjulegt fólk að reyna að hugsa um mína fjölskyldu.“ Átján þúsund í höfuðstólinn „Ég var með fasta vexti, 4,1 prósent. Ég reyni að festa þá þegar þeir fara niður til þess að reyna að búa til einhvern fyrirsjáanleika fyrir mig og mína fjölskyldu. Svo á einni nóttu þegar verðbólgan og allt var komið upp í hæstu hæðir þá fór lánið mitt úr 4,1 prósent vöxtum upp í 10,75 prósent. Og afborgunin á láninu mínu, ég var að borga svona fimmtíu prósent af höfuðstólnum mínum.“ Hann hafi auk þess nýtt viðbótalífeyrissparnað og borgað inn á höfuðstólinn. Hann hafi á þessum tíma borgað um hundrað þúsund krónur af höfuðstóli lánsins. „Ég fór úr hundrað þúsund á mánuði þar sem ég var að ná að greiða af höfuðstólnum með þessum 4,1 prósent vöxtum í 4700 krónur af höfuðstólnum. Samt var ég að greiða vel yfir þrjú hundruð þúsund af láninu. Nú er ég að greiða 240 þúsund á mánuði, ég borga átján þúsund af höfuðstólnum. Allt hitt er vaxtakostnaður.“ Kerfið verði að breytast „Ég er ekki hagfræðimenntaður en það svíður bara að sjá að þrír íslenskir bankar séu að skila og ég veit ekki hver lokaniðurstaðan verður, að þeir séu að fara að skila vaxtatekjum vel yfir hundrað milljarða og það er bara venjulegur Jói eða Kristján á sinni Teslu með örugglega sautján prósent bílalán og of feitan labrador og fallega konu og yndisleg börn og allt þetta, sem er að reyna bara smá að hafa gaman en líka standa við sínar skuldbindingar, það er svolítið að bera þennan kostnað eða hagnað bankanna uppi.“ Það sé óeðlilegt að horfa á sama tíma til nágrannalandanna þar sem allt annað vaxtaumhverfi sé í boði. „Að geta horft í kringum sig til Bergen, eða Stokkhólms, ég á systur í Lúxemborg og þetta fólk er að fara að klára að borga lánin sín. Þau eru meira að segja boðuð á fund með bankanum þar sem er sagt við þau: Heyrðu þú þarft ekki að vera með lánið þitt í svona langan tíma og við erum búin að setja þig í þennan flokk, við ætlum að lækka vextina um eitt prósent á þig og þá geturðu bara verið búinn að borga lánið 54 ára gamall. Þetta er bara staðreyndin hérna einhverja 2900 kílómetra í burtu í Bergen.“ Kristján segist gruna að vandamálið sé að það sé of mikið af efnuðu fólki á Íslandi sem græði á háu vaxtastigi. Hann segist ekki vera hagfræðimenntaður, ekki vita hvað dugi til, nýr gjaldmiðill eða annað. „En þetta system eins og þetta er í dag, það virkar ekki. Það er bara búið að sýna sig, '81 tvö núll af krónu og svo bara reglulega verðum við í einhverjum stjarnfræðilegum vandræðum þar sem verðbólga fer vel yfir tíu prósent og allir vextir og önnur vandamál sem því fylgja koma bara með og það er í rauninni sagt við þig: Haltu kjafti og kláraðu að borga af láninu þínu. Ekki vera með þetta vesen,“ segir Kristján. Hann segir að það hljóti að vera til lausn. „Ég óska bara eftir því hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunasamtök eða aðrir að fara að horfast í augu við vandamálið og koma fram með raunhæfar lausnir. Ef það er nýr gjaldmiðill eða hvað svo sem það heitir, það hlýtur að vera til einhver leið. Það er ekkert eðlilega mikið af flugkláru fólki hérna og það er hagsæld hérna.“ Lánamál Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Bítið Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Kristján Inga Gunnarsson fjölskylduföður úr Kópavogi. Tilefnið er Facebook færsla Kristjáns þar sem hann segir að það muni enda þannig að hann muni greiða út allan sinn lífeyri til þess að koma börnunum sínum þremur í eigin húsnæði verði vaxtaumhverfið það sama hér á landi næstu árin. Tók skynsamlegar ákvarðanir en það dugir ekki Kristján tekur fram í Bítinu á Bylgjunni að hann sé heilt yfir mjög bjartsýnn maður. Hann hafi alla tíð unnið mikið og sinnt fjármálum sínum af festu og ábyrgð. Kristján, sem er 45 ára, hafi sem dæmi ákveðið að stækka ekki við sig á sama tíma og flestir jafnaldrar hans hafi gert það. „Það er ekki að duga. Ég er í 115 fermetra tvíbýli. Efri hæð í svona eldgömlu húsi á Kársnesinu og ég hef reynt að gera þetta. Ég er nokkurn veginn á sama stað með þessi fasteignalán eins og ég var þegar ég verslaði þessa íbúð fyrir þrettán árum síðan.“ Hann eigi þrjú börn, þrettán, fimmtán og nítján ára gömul. Hann sjái fram á að allt hans svigrúm og lífeyrir muni fara í að koma þeim inn á fasteignamarkaðinn innan örfárra ára. Hann segist óska fyrirsjáanleika í lánamálum, sem hafi aldrei verið í boði á Íslandi. „En ég mun þurfa að taka bara þá peninga og það svigrúm sem ég á til þess að reyna að koma mínum börnum inn á fasteignamarkaðinn, annað hvort með því að reyna að byggja bara þriggja hæða bílskúr og koma þeim þar fyrir, eða þá að þurfa að fara að endurfjármagna lánin mín til þess að hækka þau til þess að láta börnin mín fá einhvern pening. Það eru sko tíu ár í það, þannig ég er bara í eiginhagsmunapólitík. Ég er eins og venjulegt fólk að reyna að hugsa um mína fjölskyldu.“ Átján þúsund í höfuðstólinn „Ég var með fasta vexti, 4,1 prósent. Ég reyni að festa þá þegar þeir fara niður til þess að reyna að búa til einhvern fyrirsjáanleika fyrir mig og mína fjölskyldu. Svo á einni nóttu þegar verðbólgan og allt var komið upp í hæstu hæðir þá fór lánið mitt úr 4,1 prósent vöxtum upp í 10,75 prósent. Og afborgunin á láninu mínu, ég var að borga svona fimmtíu prósent af höfuðstólnum mínum.“ Hann hafi auk þess nýtt viðbótalífeyrissparnað og borgað inn á höfuðstólinn. Hann hafi á þessum tíma borgað um hundrað þúsund krónur af höfuðstóli lánsins. „Ég fór úr hundrað þúsund á mánuði þar sem ég var að ná að greiða af höfuðstólnum með þessum 4,1 prósent vöxtum í 4700 krónur af höfuðstólnum. Samt var ég að greiða vel yfir þrjú hundruð þúsund af láninu. Nú er ég að greiða 240 þúsund á mánuði, ég borga átján þúsund af höfuðstólnum. Allt hitt er vaxtakostnaður.“ Kerfið verði að breytast „Ég er ekki hagfræðimenntaður en það svíður bara að sjá að þrír íslenskir bankar séu að skila og ég veit ekki hver lokaniðurstaðan verður, að þeir séu að fara að skila vaxtatekjum vel yfir hundrað milljarða og það er bara venjulegur Jói eða Kristján á sinni Teslu með örugglega sautján prósent bílalán og of feitan labrador og fallega konu og yndisleg börn og allt þetta, sem er að reyna bara smá að hafa gaman en líka standa við sínar skuldbindingar, það er svolítið að bera þennan kostnað eða hagnað bankanna uppi.“ Það sé óeðlilegt að horfa á sama tíma til nágrannalandanna þar sem allt annað vaxtaumhverfi sé í boði. „Að geta horft í kringum sig til Bergen, eða Stokkhólms, ég á systur í Lúxemborg og þetta fólk er að fara að klára að borga lánin sín. Þau eru meira að segja boðuð á fund með bankanum þar sem er sagt við þau: Heyrðu þú þarft ekki að vera með lánið þitt í svona langan tíma og við erum búin að setja þig í þennan flokk, við ætlum að lækka vextina um eitt prósent á þig og þá geturðu bara verið búinn að borga lánið 54 ára gamall. Þetta er bara staðreyndin hérna einhverja 2900 kílómetra í burtu í Bergen.“ Kristján segist gruna að vandamálið sé að það sé of mikið af efnuðu fólki á Íslandi sem græði á háu vaxtastigi. Hann segist ekki vera hagfræðimenntaður, ekki vita hvað dugi til, nýr gjaldmiðill eða annað. „En þetta system eins og þetta er í dag, það virkar ekki. Það er bara búið að sýna sig, '81 tvö núll af krónu og svo bara reglulega verðum við í einhverjum stjarnfræðilegum vandræðum þar sem verðbólga fer vel yfir tíu prósent og allir vextir og önnur vandamál sem því fylgja koma bara með og það er í rauninni sagt við þig: Haltu kjafti og kláraðu að borga af láninu þínu. Ekki vera með þetta vesen,“ segir Kristján. Hann segir að það hljóti að vera til lausn. „Ég óska bara eftir því hvort sem það eru stjórnvöld eða hagsmunasamtök eða aðrir að fara að horfast í augu við vandamálið og koma fram með raunhæfar lausnir. Ef það er nýr gjaldmiðill eða hvað svo sem það heitir, það hlýtur að vera til einhver leið. Það er ekkert eðlilega mikið af flugkláru fólki hérna og það er hagsæld hérna.“
Lánamál Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Bítið Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira