Loðin stefna sjálfstæðismanna Svafar Helgason skrifar 24. október 2019 14:15 Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Svafar Helgason Vegtollar Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var minnihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að samgöngusáttmálinn kæmi með undirskriftum bæjarstjórna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Garðabæjar þá gat oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki greitt atkvæði með samflokksmönnum sínum. Þrátt fyrir að hér kristölluðust áherslur sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og áherslur hans á sveitastjórnarstigi gat oddvitinn ekki fylgt flokkslínunni. Í því samhengi er rétt að benda á að sjálfstæðismenn hafa oft sagt eitt og síðan kosið annað. Einn af þeim skrifar undir samkomulagið, Ármann Kr. Ólafsson sagði í bókun frá árinu 2011, þann 11. janúar, þetta um vegagjöldin: „Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda. Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi. Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.“ Sjálfstæðismenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn í samgöngumálum, hvernig þær eigi að vera fjármagnaðar og hvort yfirhöfuð eigi að gera nokkuð fyrir höfuðborgarbúa. Fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur Norður, Reykjavíkur Suður og Suðvesturhornsins hafa látið sér lynda að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu séu látin sitja á hakanum. Meðan fulltrúar þeirra frá öðrum kjördæmum eru eins og ljón að berjast fyrir fleiri jarðgöngum, minna þeir frekar á rollur sem bíta grasið á hringtorgunum og skapa umferðarteppur fyrir vinnandi fólk á morgnanna. Fulltrúar flokksins hafa ekki einu sinni spurt grasrótina álit á framkvæmdum eða fjármögnun. En þeir hafa gagnrýnt aðra flokka fyrir að spyrja sína flokksmeðlimi. Í grein sinni „Loðin stefna Pírata“ skammar Egill Þór Jónsson Pírata í Kópavogi fyrir að hafa haldið rafræna kosningu um málið til að athuga hug meðlima sinna. En hefur hann sjálfur gert upp hug sinn? Það er kannski lágmark að flokkur sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ræður fjármálaráðuneytinu geri upp hug sinn hvort þeir styðji vegagjöld eða ekki. Því þeir virðast gera eitt í bæjarstjórn og annað í borgarstjórn. Og í öllum tilvikum án þess að spyrja grasrótina nokkurn tímann álits.Höfundur er ekki borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun