Lausnir fyrir gerendur Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2019 07:00 Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Ofbeldið hefur haft víðtæk áhrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisafbrotamönnum eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar ofbeldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Ofbeldið hefur haft víðtæk áhrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisafbrotamönnum eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar ofbeldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun