Hver er gráðugur? Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2019 07:30 Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun