Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Guðni Elísson skrifar 5. október 2019 09:43 Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun