Borgin þarf sjálfstæða skóla Pawel Bartoszek skrifar 19. september 2019 08:00 Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Pawel Bartoszek Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun