Gleðileg tímamót á vettvangi skapandi greina Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. september 2019 07:00 Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll!
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun