Gleðileg tímamót á vettvangi skapandi greina Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. september 2019 07:00 Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun