Gleðileg tímamót á vettvangi skapandi greina Jakob Frímann Magnússon skrifar 3. september 2019 07:00 Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var stigið tímamótaskref á Alþingi er samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að viðurkenna höfundarrétt sem hvern annan eignarrétt þegar kemur að skattlagningu. Mestur vöxtur í atvinnulífi í heiminum er á sviði upplifunar og skapandi greina. Hugverkafólk um allan heim mun hér eftir horfa til Íslands sem framsækins og nútímalegs umhverfis fyrir skapandi greinar í ljósi þessarar nýju lagabreytingar og það er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skuli vera fyrst allra ríkisstjórna heims til að stíga þetta skref. Rétt er að taka fram að höfundarréttur hefur um áratuga skeið verið skilgreindur sem stjórnarskrárvarinn eignaréttur – nema gagnvart skattlagningu. Þannig hafa t.a.m. þeir sem leigja út hús eða íbúðir greitt 22% fjármagnstekjuskatt af leigutekjum sínum en eigendur eigna úr öðrum byggingarefnum s.s. orðum, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekjuskatt af sínum leigutekjum og afnotagjöldum hvers konar. Það tók forsvarsmenn FTT, STEFs, SAMTÓNs, BÍL, Rithöfundasambandsins og fleiri rétthafasamtaka um aldarfjórðung að sannfæra stjórnvöld um að það stæðist ekki að leigutekjur og afnotagjöld af hugverkum skyldu bera u.þ.b. helmingi hærri skattprósentu en leigutekjur af annars konar eignum s.s. úr sementi, sandi og gleri. Við höfum komist nálægt því nokkrum sinnum að ná þessari sjálfsögðu leiðréttingu í gegn um þingið en á síðustu metrunum hafa lykilaðilar heykst á málinu eða brugðið fyrir það fæti. Þess vegna var því mjög fagnað af stétt okkar er núverandi ríkisstjórn kom þessu máli fyrir í stjórnarsáttmála sínum. Við fögnum því enn meir að staðið hafi verið við stóru orðin og óskum bæði ríkisstjórn, þingi og þjóð innilega til hamingju með þennan markverða áfanga sem við megum öll vera stolt af. Óhætt er að spá því að aðrar þjóðir muni taka til eftirbreytni það sem ríkisstjórn Íslands lét í gær af verða. Rétt er að þakka sérstaklega fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni fyrir atfylgi sitt við málið frá fyrstu tíð, sömuleiðis mennta- og menningarmálaráðherranum Lilju Dögg Alfreðsdóttur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanninum Bryndísi Haraldsdóttur sem var talsmaður málsins f.h. ríkisstjórnarinnar og síðast enn ekki síst forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, sérstökum unnanda skapandi greina. Til hamingju öll!
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar