Nýr leikvangur liðsins hans Beckham áætlaður ofan á ruslahaug af eiturúrgangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 David Beckham þarf nú að glíma við risastórt og óskemmtilegt vandamál. Getty/Tim Clayton Það hefur ekki verið auðvelt verkefni fyrir David Beckham að stofnsetja fótboltafélagið sitt Inter Miami í Bandaríkjunum. Það tók meðal annars langan tíma að finna stað fyrir leikvanginn og fá síðan þær framkvæmdir samþykktar. Nú hefur það loksins tekist en þá kemur annað vandamál upp úr hattinum. Við umhverfisrannsóknir á svæðinu kom í ljós að arsenikið í jarðveginum er meira en tvöfalt það sem leyfilegt er. Melreese-golfvellinum, sem er á framtíðar byggingarsvæðinu, hefur verið lokað snarlega eftir að þessar niðurstöður komu í ljós.The proposed stadium site for David Beckham's Inter Miami franchise in the MLS has arsenic contamination levels more than twice the legal limit. More https://t.co/0eIjBOnGwspic.twitter.com/svxK1iuaGn — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Á áætlun er að byggja leikvanginn, verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarð á svæðinu og mun kostnaður fara upp í einn milljarð dollara eða 125 milljarða íslenskra króna. „Þetta skapar augljóslega miklar áhyggjur,“ sagði Francis Suarez, borgarstjóri Miami. „Staðan er bara sú að svæðið er of mengað til að selja það,“ bætti Suarez við í viðtali við Miami Herald. Langtímaáhrif frá arseniki eru mjög slæm fyrir mannfólkið og kalla fram heilsubresti eins og skinnvandamál, krabbamein í lungum og blöðrum sem og hjarta- og æðasjúkdóma. Inter Milan réð umhverfisfyrirtækið EE&G til að rannsaka svæðið og það fann meira en arsenikið í jarðveginum heldur einnig önnur eiturefni. Þetta var áður ruslahaugur fyrir sorpbrennslustöð. Það lítur því út fyrir að menn ætli að byggja nýjan leikvang liðs David Beckham á ruslahaug af eiturúrgangi. Þetta mun tefja framkvæmdir og nú þar félagið og borgin að finna lausnir svo hægt sé að njóta þessa svæðis í framtíðinni. Hvort og hvenær það tekst er ekki ljóst á þessari stundu. Inter Miami á að koma inn í bandarísku MLS-deildina á næsta ári en liðið byrjar að spila heimaleiki sína á 18 þúsund manna velli í Fort Lauderdale. Bandaríkin Fótbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Það hefur ekki verið auðvelt verkefni fyrir David Beckham að stofnsetja fótboltafélagið sitt Inter Miami í Bandaríkjunum. Það tók meðal annars langan tíma að finna stað fyrir leikvanginn og fá síðan þær framkvæmdir samþykktar. Nú hefur það loksins tekist en þá kemur annað vandamál upp úr hattinum. Við umhverfisrannsóknir á svæðinu kom í ljós að arsenikið í jarðveginum er meira en tvöfalt það sem leyfilegt er. Melreese-golfvellinum, sem er á framtíðar byggingarsvæðinu, hefur verið lokað snarlega eftir að þessar niðurstöður komu í ljós.The proposed stadium site for David Beckham's Inter Miami franchise in the MLS has arsenic contamination levels more than twice the legal limit. More https://t.co/0eIjBOnGwspic.twitter.com/svxK1iuaGn — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Á áætlun er að byggja leikvanginn, verslunarmiðstöð, hótel og almenningsgarð á svæðinu og mun kostnaður fara upp í einn milljarð dollara eða 125 milljarða íslenskra króna. „Þetta skapar augljóslega miklar áhyggjur,“ sagði Francis Suarez, borgarstjóri Miami. „Staðan er bara sú að svæðið er of mengað til að selja það,“ bætti Suarez við í viðtali við Miami Herald. Langtímaáhrif frá arseniki eru mjög slæm fyrir mannfólkið og kalla fram heilsubresti eins og skinnvandamál, krabbamein í lungum og blöðrum sem og hjarta- og æðasjúkdóma. Inter Milan réð umhverfisfyrirtækið EE&G til að rannsaka svæðið og það fann meira en arsenikið í jarðveginum heldur einnig önnur eiturefni. Þetta var áður ruslahaugur fyrir sorpbrennslustöð. Það lítur því út fyrir að menn ætli að byggja nýjan leikvang liðs David Beckham á ruslahaug af eiturúrgangi. Þetta mun tefja framkvæmdir og nú þar félagið og borgin að finna lausnir svo hægt sé að njóta þessa svæðis í framtíðinni. Hvort og hvenær það tekst er ekki ljóst á þessari stundu. Inter Miami á að koma inn í bandarísku MLS-deildina á næsta ári en liðið byrjar að spila heimaleiki sína á 18 þúsund manna velli í Fort Lauderdale.
Bandaríkin Fótbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira