„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 13:24 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er ein þeirra sem Þorsteinn Halldórsson þurfti að taka ákvörðun um að færi ekki á EM, eftir fjölmörg samtöl, en það var vegna meiðsla sem hún hefur verið að glíma við. vísir/Anton Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið. „Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
„Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira