Ótrúleg endurkoma og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2025 07:01 Það er allt lagt undir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Dylan Buell/Getty Images Oklahoma City Thunder vann Indiana Pacers með sjö stiga mun, 111-104 í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í þessu magnaða einvígi er því aftur orðin jöfn, 2-2. Til þessa í úrslitakeppninni hefur það verið Pacers sem hefur ítrekað komið til baka í 4. leikhluta allt virtist glatað. Í nótt breyttist það hins vegar þar sem Tyrese Haliburton og félagar voru fjórum stigum yfir þegar þrjár mínútur og 20 sekúndur voru til leiksloka. Fjögur stig vissulega ekki neitt í körfubolta en Pacers höfðu verið hænuskrefi framar nær allan leikinn og með sigri hefðu þeir komist í 3-1. Aðeins eitt lið hefur komið til baka í sögu úrslita NBA-deildarinnar eftir að lenda 3-1 undir. Leikur næturinnar var hin mesta skemmtun og gríðarlega spennandi allt frá upphafi til enda. Segja má að ótrúlegur endasprettur Shai Gilgeous-Alexander hafi séð til þess að staðan í einvíginu sé nú jöfn. Ekki nóg með að hann hafi skorað 15 af 35 stigum sínum í 4. leikhluta heldur skoraði hann 15 af 16 síðustu stigum OKC í leiknum. Ofan á það tók hann þrjú fráköst. Shai var líkt og vanalega stigahæstur í liði OKC en Jalen Williams var ekki langt undan með 27 stig ásamt því að taka sjö fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Alex Caruso skoraði 20 stig og tók þrjú fráköst. Chet Holmgren skoraði svo 14 stig en reif niður 15 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Pacers var Pascal Siakam stigahæstur með 20 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Haliburton skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst. Obi Toppin skoraði 17 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Myles Turner skoraði þá 12 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt 17. júní og verður í beinni útsendingu Sýnar Sport 2. Hér að neðan má sjá lokasókn leiksins í nótt, viðtal við Shai eftir leik og umræður sérfræðinga Sýnar Sport. Körfubolti NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Til þessa í úrslitakeppninni hefur það verið Pacers sem hefur ítrekað komið til baka í 4. leikhluta allt virtist glatað. Í nótt breyttist það hins vegar þar sem Tyrese Haliburton og félagar voru fjórum stigum yfir þegar þrjár mínútur og 20 sekúndur voru til leiksloka. Fjögur stig vissulega ekki neitt í körfubolta en Pacers höfðu verið hænuskrefi framar nær allan leikinn og með sigri hefðu þeir komist í 3-1. Aðeins eitt lið hefur komið til baka í sögu úrslita NBA-deildarinnar eftir að lenda 3-1 undir. Leikur næturinnar var hin mesta skemmtun og gríðarlega spennandi allt frá upphafi til enda. Segja má að ótrúlegur endasprettur Shai Gilgeous-Alexander hafi séð til þess að staðan í einvíginu sé nú jöfn. Ekki nóg með að hann hafi skorað 15 af 35 stigum sínum í 4. leikhluta heldur skoraði hann 15 af 16 síðustu stigum OKC í leiknum. Ofan á það tók hann þrjú fráköst. Shai var líkt og vanalega stigahæstur í liði OKC en Jalen Williams var ekki langt undan með 27 stig ásamt því að taka sjö fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Alex Caruso skoraði 20 stig og tók þrjú fráköst. Chet Holmgren skoraði svo 14 stig en reif niður 15 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Pacers var Pascal Siakam stigahæstur með 20 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Haliburton skoraði 18 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst. Obi Toppin skoraði 17 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Myles Turner skoraði þá 12 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt 17. júní og verður í beinni útsendingu Sýnar Sport 2. Hér að neðan má sjá lokasókn leiksins í nótt, viðtal við Shai eftir leik og umræður sérfræðinga Sýnar Sport.
Körfubolti NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira