Forseti Al-Hilal ósáttur við launakröfur: „Við prentum ekki peninga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2025 19:00 Erfiðara verður fyrir Al-Hilal að vinna HM félagsliða þar sem liðið fékk enga nýja leikmenn. Yasser Bakhsh - FIFA/FIFA via Getty Images Forseti Al-Hilal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta segir himinháar launakröfur leikmanna ástæðu þess að félagið fékk engan til sín fyrir HM félagsliða. Mikill misskilningur sé að sádi-arabísku stórliðin geti eytt endalaust. Al-Hilal er eitt af fjórum félögum sem ríkissjóður Sádi-Arabíu keypti árið 2023 og veitti gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa. Stórstjörnur voru fengnar til félagsins, Ruben Neves, Aleksander Mitrovic og Joao Cancelo komu allir úr ensku úrvalsdeildinni. Stærstu kaupin voru svo þegar Neymar var fenginn frá PSG fyrir metverð. Forseti félagsins, Esteve Calzada, segir útrásartímabil félaganna að baki en eftir standi mýta um ótæmandi peningapoka, í viðtali við Marca. „Það sem leikmenn geta þénað í Sádi-Arabíu verður alltaf mun meira en þeir geta fengið í Evrópu. Augljóslega getum við samt ekki eytt endalaust, við prentum ekki peninga… Við misstum af tækifærum til að semja við leikmenn akkúrat vegna þess, þeir héldu að við gætum eytt endalaust, en við verðum að rekja félagið á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ sagði forsetinn. Auka félagaskiptagluggi var opinn frá 1. - 10. júní svo félög gætu styrkt sig fyrir HM félagsliða. Al-Hilal var í viðræðum við nokkra leikmenn en gekk ekki frá neinum nýjum samningum. „Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum trú á leikmannahópnum og liðinu sem við erum með. Í öðru lagi vegna þess að kringumstæðurnar voru ekki réttar, fólk er farið algjörlega fram úr sér í launakröfum.“ HM félagsliða hefst í kvöld, fyrsti leikur er á miðnætti. Al-Hilal á fyrst leik gegn Real Madrid þann 18. júní. Sádiarabíski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Al-Hilal er eitt af fjórum félögum sem ríkissjóður Sádi-Arabíu keypti árið 2023 og veitti gríðarlegt fjármagn til leikmannakaupa. Stórstjörnur voru fengnar til félagsins, Ruben Neves, Aleksander Mitrovic og Joao Cancelo komu allir úr ensku úrvalsdeildinni. Stærstu kaupin voru svo þegar Neymar var fenginn frá PSG fyrir metverð. Forseti félagsins, Esteve Calzada, segir útrásartímabil félaganna að baki en eftir standi mýta um ótæmandi peningapoka, í viðtali við Marca. „Það sem leikmenn geta þénað í Sádi-Arabíu verður alltaf mun meira en þeir geta fengið í Evrópu. Augljóslega getum við samt ekki eytt endalaust, við prentum ekki peninga… Við misstum af tækifærum til að semja við leikmenn akkúrat vegna þess, þeir héldu að við gætum eytt endalaust, en við verðum að rekja félagið á sjálfbæran og skynsamlegan hátt“ sagði forsetinn. Auka félagaskiptagluggi var opinn frá 1. - 10. júní svo félög gætu styrkt sig fyrir HM félagsliða. Al-Hilal var í viðræðum við nokkra leikmenn en gekk ekki frá neinum nýjum samningum. „Í fyrsta lagi vegna þess að við höfum trú á leikmannahópnum og liðinu sem við erum með. Í öðru lagi vegna þess að kringumstæðurnar voru ekki réttar, fólk er farið algjörlega fram úr sér í launakröfum.“ HM félagsliða hefst í kvöld, fyrsti leikur er á miðnætti. Al-Hilal á fyrst leik gegn Real Madrid þann 18. júní.
Sádiarabíski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira