Segir að Aaron Wan-Bissaka sé betri en Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Aaron Wan-Bissaka var frábær í fyrsta leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker. Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker.
Enski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira