„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Curtis Jones er erfiður viðureignar, eins og hann sýndi í leiknum við Leverkusen í vikunni. Getty/Ryan Crockett Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira