Brasilíumaðurinn lék með Arsenal á árunum 2001-05 og sneri aftur til félagsins 2019. Skömmu síðar var hann gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá því.
Edu átti stóran þátt í því að fá menn á borð við Martin Ødegaard og Declan Rice til Arsenal og hefur unnið náið með knattspyrnustjóranum Mikel Arteta.
Áður en Edu kom til Arsenal var hann framkvæmdastjóri hjá brasilíska landsliðinu.
Arsenal tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Liðið er í 5. sæti með átján stig, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.