„Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 23:17 Ruben Amorim sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn við Manchester City. Getty/Zed Jameson Ruben Amorim tekur við Manchester United eftir sex daga og hann gerir sér fulla grein fyrir því að væntingar stuðingsmanna gætu orðið mjög miklar takist honum fyrst að fagna sigri gegn Manchester City. Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira