Læknaritari – heilbrigðisgagnafræðingur Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:15 Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um að starfsheitið læknaritari breytist í heilbrigðisgagnafræðingur liggur nú fyrir. Í framhaldinu mun nafni Félags íslenskra læknaritara verða breytt í Félag heilbrigðisgagnafræðinga. Nám læknaritara mun flytjast til Háskóla Íslands frá heilbrigðisbraut FÁ. Nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði hefst nú í haust (2019) við HÍ. Nýja námið er fagháskólanám og er skipulögð námsleið innan Læknadeildar HÍ. Námið er 90ECTS eininga fræðilegt og starfstengt nám sem veitir réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafæðingur. Námið skilar diplómagráðu og þeir sem ljúka því geta sótt um starfsleyfi til Embættis landlæknis til að kalla sig heilbrigðisgagnafræðinga og starfa sem slíkir. Læknaritarar hafa verið sérstök heilbrigðisstétt frá 1970, þegar félag þeirra var stofnað. Fyrir þann tíma handskrifuðu læknar sjálfir sjúkraskrár og utanumhald um sjúkraskrár var almennt mjög lítið. Læknaritarar fengu löggildingu á starfsheiti sínu árið 1986. Í framhaldi af því var nám í læknaritun sett á laggirnar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Námið var skipulagt sem 2 ára bóklegt nám og 4 mánaða starfsnám að loknu stúdentsprófi. Námið var þó alltaf á „gráu svæði“ þegar það var staðsett í fjölbrautaskóla. Aðsókn að gamla náminu hefur ekki verið nægilega mikil til að svara þörfum heilbrigðiskerfisins. Á undanförnum árum hafa störf læknaritara tekið miklum breytingum og þörf á nýju námi aukist verulega. Því hefur það lengi verið baráttumál læknaritara að efla námið og koma því á eðlilegan stað í skólakerfinu. Nú er orðinn verulegur skortur á hæfu fólki með fagmenntun til þessara starfa og nýja námið er mikið fagnaðarefni.Hvað gerir heilbrigðisgagnafræðingur? Heilbrigðisgagnafræðingur hefur sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna, gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Hann hefur jafnframt haldgóða þekkingu á heilbrigðiskerfinu og innviðum þess. Heilbrigðisgagnafræðingur starfar sjálfstætt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga og þarf að fylgjast vel með nýjungum og framþróun á starfsviði sínu. Heilbrigðisgagnafræðingur gegnir lykilhlutverki varðandi heildstætt utanumhald heilbrigðisupplýsinga og sér til þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Hann stýrir og sinnir gæðaeftirliti sem miðar að því að tryggja áreiðanleika gagna og ber ábyrgð á móttöku heilbrigðisupplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu og vistun sem og miðlun upplýsinga. Hann tekur þátt í stefnumótun varðandi þróun rafrænnar sjúkraskrár. Hann er tengiliður á milli sjúklinga, fagstétta og annarra hagaðila. Hann skipuleggur og sinnir kennslu og þjálfun annarra heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár. Heilbrigðisgagnafræðingur vinnur náið með öðrum heilbrigðisstéttum. Starfsvettvangur heilbrigðisgagnafræðinga er einkum á heilbrigðisstofnunum, opinberum sem og í einkarekstri. Skráningu í nýtt nám í heilbrigðisgagnafræði við HÍ er nú lokið fyrir fyrstu önnina. Mjög góð aðsókn var að náminu og nokkuð yfir 100 nemendur sóttu um inngöngu. Góðir atvinnumöguleikar eru fyrir heilbrigðisgagnafræðinga þar sem lítil endurnýjun hefur verið í stéttinni síðustu árin og þörfin fyrir hæfan starfskraft er mikil. Þeim sem vilja fræðast um námið er bent á vef HÍ, https://www.hi.is/heilbrigdisgagnafraedi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar