Sýnilegar og ósýnilegar breytingar Elín M. Stefánsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Árið 1930 tók til starfa Mjólkurbú Ölfusinga sem talið var á þeim tíma eina mjólkurbúið á Norðurlöndum og líklega víðar þar sem jarðhiti var notaður við mjólkurvinnslu. Auglýsti búið árið 1933 að það væri „Eina Mjólkurbúið á Íslandi sem rekið er með íslenskum aflgjafa“. Vandamál við framleiðsluna m.a. vegna skorts á nægjanlegri þekkingu á auðlindinni og kælitækni varð til þess að búið varð því miður gjaldþrota árið 1938. Við lærðum síðar að nýta betur þessa mikilvægu orkulind okkar. Þótt þessi tilraun og draumur manna um jarðhitanotkun árið 1930 hafi ekki raungerst yfir í allan mjólkuriðnaðinn af þessu merkilega búi notum við í dag innlenda endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslunni til að framleiða skyr, ost og pakka mjólk. Tilraunin var þess virði því oftast þarf mistök til þess að ná að lokum árangri. Í dag stefnum við flest að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og víða í heiminum er unnið gott starf. Kúabændur, fyrirtæki í þeirra eigu, alþjóðastofnanir og aðrir sem starfa við mjólkurvinnslu víða um heim átta sig á að í því felast bæði áskoranir og tækifæri og er unnið að sjálfbærniverkefnum víða um heim. Innanlands höfum við íslenskir kúabændur frá árinu 1990 aukið nyt kúa um 60% en á sama tíma hefur íslenskum kúm fækkað um 16%. Við erum því að fá meiri mjólk úr færri gripum með betri fóðrun, betri dýravelferð og tækninýjungum. Við eigum til að mynda heimsmet í notkun sjálfvirkra mjaltaþjóna þar sem kýrnar ganga lausar og sjá sjálfar um að fara í mjaltir, og geta sjálfar ráðið því hvenær þær éta eða liggja. Erlendis hafa einnig verið sett markmið sem taka á vandamálum sem eru ólík þeim sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis hafa kanadískir bændur minnkað ferskvatnsnotkun um 6% og Ástralar ætla að draga úr notkun sýklalyfja til þess að vernda dýrin en einnig til þess að halda aðgengi okkar mannfólksins að þessum nauðsynlegu lyfjum. Sem dæmi frá þróunarríkjum hafa Indverjar séð tækifæri í að valdefla konur gegnum framleiðslu og vinnslu á mjólk sem verður til þess að auka möguleika á því að treysta framfærslu milljóna fjölskyldna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig framleiðsla á mjólk hefur tekið breytingum í átt að sjálfbærari framleiðslu og þar eigum við bændur mikið inni, bæði hvað varðar orkunotkun og fóðuröflun, en þetta á einnig við vinnsluna. Á Íslandi hefur Mjólkursamsalan til að mynda fært mjólkina í fernur sem bera 66% minna kolefnaspor, nota 90% endurunnið plast í glæru skeiðalokin og skeiðalausu lokin og fullnýta það hráefni sem til fellur svo matarsóun sé með minnsta móti í framleiðsluferlinu. Svona eru margar breytingar í átt að sjálfbærara samfélagi okkar sýnilegar eða ósýnilegar í okkar daglega lífi og tilraunanna virði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun