Leggjum grunn að næsta góðæri Brynjólfur Stefánsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar