Heilsufarshrun Guðrún Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsstílstengdir sjúkdómar leiða til 86 prósenta allra dauðsfalla á Vesturlöndum. Rekja má um 70 til 80 prósent af öllum heilbrigðiskostnaði til þeirra. Rúmlega 60 prósent Íslendinga eru yfir kjörþyngd og fimmtungur þjóðarinnar glímir við offitu. 23 þúsund landsmanna eru með sykursýki og um 80.000 með hækkaðan blóðsykur. Meginorsökin er neysla orkuríkrar en næringarsnauðrar fæðu ásamt aukinni kyrrsetu. Tölurnar sýna að rúmlega helmingur þjóðarinnar er á heilsufarslegum yfirdrætti. Fáir virðast tilbúnir til að horfast í augu við skuldadaga. Undanfarið hafa háværar raddir hagsmunaaðila í matvæla- og landbúnaðariðnaði mætt umræðu um sykurskatt harkalega. Háværustu mótrökin eru að inngripið teljist til forræðishyggju og frelsisskerðingar. Aðrir telja að niðurgreiðsla á hlaupaskóm gæti skilað sambærilegum árangri fyrir lýðheilsu. Hagsmunaaðilar hafa bent á að sykurskatturinn 2013 hafi ekki skilað árangri, en umrædd tilraun stóð ekki yfir nema í eitt og hálft ár sem er of skammur tími til að meta árangur. Þá var álagningin ekki nægilega há og verðbreytingin ekki áþreifanleg fyrir neytendur. Rannsóknir sýna að verðbreyting sem nemur 20 prósenta hækkun á matvæli geti dregið úr neyslu um sömu prósentu. Reynsla þeirra ríkja sem skattlagt hafa sykruð matvæli er að dregið hefur úr neyslunni. Skaðinn er skeður. Núverandi tillaga um sykurskatt er einfaldlega hluti af neyðarúrræðum stjórnvalda til að bregðast við heilsufarslegu gjaldþroti Íslendinga. Vandinn er stærri en kílóverðið á nammibarnum. Raunveruleikinn er sá að stór hluti þjóðarinnar ræður ekki við núverandi aðgengi að sykruðum og óæskilegum matvælum. Landsmenn hafa hingað til séð sjálfir um að skerða frelsi sitt með öfgafullri neyslu á óæskilegum matvælum með tilheyrandi höggi á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Sykurskatturinn einn og sér leysir ekki vandann en er einn hlekkur í hagkvæmri og skilvirkri pólitískri inngripakeðju sem horfir til langs tíma fremur en meðferð og meðhöndlun lífsstílstengdra sjúkdóma. Aðrir mikilvægir hlekkir í keðjunni eru betri merkingar á matvælum, fjármagn til fræðslu- og forvarnarstarfa ásamt bættu aðgengi að hollari matvælum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun