Athvarf öfgamanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun