Föstudagsbörnin Aðalbjörg Egilsdóttir og Vigdís Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 21:08 Föstudaginn 20. ágúst í fyrra settist 15 ára stúlka fyrir framan sænska þingið til þess að senda sterk skilaboð; „að sameinast á bak við vísindin“. Að sameinast á bak við vísindin sem segja okkur að við verðum að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu á lífríki um allan heim. Stúlkan, Greta Thunberg, fékk fleiri í lið með sér og nú hefur ungt fólk frá yfir 125 löndum farið í verkfall fyrir loftslagið. Yfirlýst markmið um heim allan eru að meðalhiti jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráðu á selsíus frá iðnbyltingu. Nú þegar hefur hitinn hækkað um tæpa gráðu svo að tíminn er naumur. Breytingin virðist kannski lítil en á síðustu ísöld varmeðalhiti jarðaraðeins 5 gráðum lægri en nú, hver gráða skiptir máli. Eins og staðan er í dag stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 3,8 gráður fyrir lok þessarar aldar svo ljóst er að mikilla breytinga er þörf ef 1,5 gráðu markmiðinu skal ná.Afleiðingar loftlagsbreytinga hafa þegar komið í ljós, til að mynda með auknum flóðum, skæðari fellibyljum, skógareldum og fleira.Flóðiní Bangladesh og Indlandi á síðasta ári,fellibylurinn Mariasem eyðilagði heilu borgirnar í Karabíska hafinu árið 2017,skógareldarnirí Evrópu síðasta sumar. Allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga og nú stefndi ískógareldaá Íslandi vegna óvenjumikilla þurrka síðustu vikur. Í kjölfar mikilla hamfara missir fólk heimili sín og lifibrauð en árið 2013 varfleira fólk á flóttavegna hamfara en vegna átaka.FlóttamannastofnunSameinuðu þjóðanna spáir því að 250 milljón manns muni þurfa að flýja heimili sín vegna loftlagsbreytinga fyrir árið 2050. Íslensk ungmenni hafa ekki setið aðgerðarlaus heldur látið í sér heyra. Kröfur loftslagsverkfallsins á Íslandi eru að 2,5% af þjóðarframleiðslu Íslands verði veitt í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að ráðist verði í róttækar breytingar til þess að stöðva hamfarahlýnunina. Það er þó ekki okkar unga fólksins að koma með allar lausnirnar. Flest okkar eru bara börn. Þegar við verðum við stjórnvölinn verður of seint að ráðast í breytingar, þær verða að koma núna, frá sitjandi ráðamönnum þjóða og fyrirtækja. Það eru margar lausnir til við ýmsum af vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir en það verður að ráðast í aðgerðir núna. Verkföllin hafa þó þegar borið árangur, bæði hér heima og úti í heimi. Skipuleggjendur verkfallanna á Íslandi hafa fundað með forsætis-, fjármála- og umhverfisráðherrum auk þess sem yfir tuttugu alþingismenn hafa mætt á verkföllin til að heyra hvað unga fólkið hefur að segja. Tvö alþjóðleg loftslagsverkföll hafa verið haldin og á það fyrra mættu yfir 2000 íslensk ungmenni. Einnig hefur Greta Thunberg ferðast um alla Evrópu til að ræða við stjórnmálamenn um vandann og fengið góðar undirtektir víðast hvar. Augu og eyru stjórnmálamanna eru því loks að opnast og einnig fjölmiðla og almennings. Helsti árangur verkfallanna er einmitt sá að þau hafa breiðst um allan heim og að meðvitund um vandamálið hefur stóraukist. Þetta sést til dæmis með aukinni umfjöllun fjölmiðla um hamfarahlýnun og að í mörgum löndum mælast loftlagsbreytingar semaðaláhyggjuefniíbúa. Þetta er auðvitað aðeins byrjunin en áður en að breytingar eiga sér stað þarf samfélagsumræða að fara fram og meðvitund um vandamálið koma farm.Rannsóknir hafa sýnt að aðeins þarf um3,5% íbúa lands, sem væru um 12.500 Íslendingar, að sýna borgaralega óhlýðni til þess að stórtækar breytingar eigi sér stað í kjölfarið. Borgaraleg óhlýðni er að neita að fylgja ákveðnum lögum, í mótmælaskyni og á friðsælan hátt, í þeim tilgangi að vekja athygli á ákveðnu málefni. Árangursríkasta leiðin til að fá breytingar í gegn eru friðsæl mótmæli auk breytinga á daglegu lífi fólks. Nelson Mandela, Gandhi, Rosa Parks og ótal aðrir hafa sýnt í verki hversu mikil áhrif það hefur að streitast á móti með friðsælum hætti og þetta er einmitt markmið þeirra sem fara í verkfall fyrir loftslagið. Við sýnum að okkur er ekki sama, við mætum á verkföllin og gerum ýmsar breytingar á okkar daglega lífi til þess að vekja aðra til umhugsunar og fá stjórnvöld til að grípa til aðgerða. Tíminn er á þrotum og við verðum að grípa í taumana. Við mætum á verkföllin því það er mikilvægt og við viljum fá þig með. Mótmæli eru nauðsynleg til að knýja fram miklar breytingar og það er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda. Komdu með okkur í verkfall! Aðalbjörg Egilsdóttir og Vigdís ÓlafsdóttirHöfundar eru umhverfissinnaðir Röskvuliðar.Höfundar hafa ekki tekið þátt í skipulagningu loftslagsverkfallanna á Íslandi.Heimildir: Maria vegna loftslagsbreytinga: https://www.sciencedaily.com/releases/2019/04/190416132153.htmFlóð í Indlandi: https://phys.org/news/2018-08-india-devastating-climate.htmlSkógareldar í Evrópu: https://www.nationalgeographic.com/environment/2018/07/are-fires-in-europe-the-result-of-climate-change-/3,5% reglan: https://www.bbc.com/future/story/20190513-it-only-takes-35-of-people-to-change-the-worldFlóttamenn:https://www.unhcr.org/493e9bd94.htmlhttps://www.unric.org/en/latest-un-buzz/29417-natural-disasters-displace-three-times-as-many-people-as-conflictsÁhyggur af hlýnun jarðar:https://www.pewresearch.org/global/2019/02/10/climate-change-still-seen-as-the-top-global-threat-but-cyberattacks-a-rising-concern/Hitastig:https://climateanalytics.org/briefings/global-warming-reaches-1c-above-preindustrial-warmest-in-more-than-11000-years/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 20. ágúst í fyrra settist 15 ára stúlka fyrir framan sænska þingið til þess að senda sterk skilaboð; „að sameinast á bak við vísindin“. Að sameinast á bak við vísindin sem segja okkur að við verðum að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu á lífríki um allan heim. Stúlkan, Greta Thunberg, fékk fleiri í lið með sér og nú hefur ungt fólk frá yfir 125 löndum farið í verkfall fyrir loftslagið. Yfirlýst markmið um heim allan eru að meðalhiti jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráðu á selsíus frá iðnbyltingu. Nú þegar hefur hitinn hækkað um tæpa gráðu svo að tíminn er naumur. Breytingin virðist kannski lítil en á síðustu ísöld varmeðalhiti jarðaraðeins 5 gráðum lægri en nú, hver gráða skiptir máli. Eins og staðan er í dag stefnir í að meðalhiti jarðar muni hækka um 3,8 gráður fyrir lok þessarar aldar svo ljóst er að mikilla breytinga er þörf ef 1,5 gráðu markmiðinu skal ná.Afleiðingar loftlagsbreytinga hafa þegar komið í ljós, til að mynda með auknum flóðum, skæðari fellibyljum, skógareldum og fleira.Flóðiní Bangladesh og Indlandi á síðasta ári,fellibylurinn Mariasem eyðilagði heilu borgirnar í Karabíska hafinu árið 2017,skógareldarnirí Evrópu síðasta sumar. Allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga og nú stefndi ískógareldaá Íslandi vegna óvenjumikilla þurrka síðustu vikur. Í kjölfar mikilla hamfara missir fólk heimili sín og lifibrauð en árið 2013 varfleira fólk á flóttavegna hamfara en vegna átaka.FlóttamannastofnunSameinuðu þjóðanna spáir því að 250 milljón manns muni þurfa að flýja heimili sín vegna loftlagsbreytinga fyrir árið 2050. Íslensk ungmenni hafa ekki setið aðgerðarlaus heldur látið í sér heyra. Kröfur loftslagsverkfallsins á Íslandi eru að 2,5% af þjóðarframleiðslu Íslands verði veitt í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að ráðist verði í róttækar breytingar til þess að stöðva hamfarahlýnunina. Það er þó ekki okkar unga fólksins að koma með allar lausnirnar. Flest okkar eru bara börn. Þegar við verðum við stjórnvölinn verður of seint að ráðast í breytingar, þær verða að koma núna, frá sitjandi ráðamönnum þjóða og fyrirtækja. Það eru margar lausnir til við ýmsum af vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir en það verður að ráðast í aðgerðir núna. Verkföllin hafa þó þegar borið árangur, bæði hér heima og úti í heimi. Skipuleggjendur verkfallanna á Íslandi hafa fundað með forsætis-, fjármála- og umhverfisráðherrum auk þess sem yfir tuttugu alþingismenn hafa mætt á verkföllin til að heyra hvað unga fólkið hefur að segja. Tvö alþjóðleg loftslagsverkföll hafa verið haldin og á það fyrra mættu yfir 2000 íslensk ungmenni. Einnig hefur Greta Thunberg ferðast um alla Evrópu til að ræða við stjórnmálamenn um vandann og fengið góðar undirtektir víðast hvar. Augu og eyru stjórnmálamanna eru því loks að opnast og einnig fjölmiðla og almennings. Helsti árangur verkfallanna er einmitt sá að þau hafa breiðst um allan heim og að meðvitund um vandamálið hefur stóraukist. Þetta sést til dæmis með aukinni umfjöllun fjölmiðla um hamfarahlýnun og að í mörgum löndum mælast loftlagsbreytingar semaðaláhyggjuefniíbúa. Þetta er auðvitað aðeins byrjunin en áður en að breytingar eiga sér stað þarf samfélagsumræða að fara fram og meðvitund um vandamálið koma farm.Rannsóknir hafa sýnt að aðeins þarf um3,5% íbúa lands, sem væru um 12.500 Íslendingar, að sýna borgaralega óhlýðni til þess að stórtækar breytingar eigi sér stað í kjölfarið. Borgaraleg óhlýðni er að neita að fylgja ákveðnum lögum, í mótmælaskyni og á friðsælan hátt, í þeim tilgangi að vekja athygli á ákveðnu málefni. Árangursríkasta leiðin til að fá breytingar í gegn eru friðsæl mótmæli auk breytinga á daglegu lífi fólks. Nelson Mandela, Gandhi, Rosa Parks og ótal aðrir hafa sýnt í verki hversu mikil áhrif það hefur að streitast á móti með friðsælum hætti og þetta er einmitt markmið þeirra sem fara í verkfall fyrir loftslagið. Við sýnum að okkur er ekki sama, við mætum á verkföllin og gerum ýmsar breytingar á okkar daglega lífi til þess að vekja aðra til umhugsunar og fá stjórnvöld til að grípa til aðgerða. Tíminn er á þrotum og við verðum að grípa í taumana. Við mætum á verkföllin því það er mikilvægt og við viljum fá þig með. Mótmæli eru nauðsynleg til að knýja fram miklar breytingar og það er nákvæmlega það sem við þurfum á að halda. Komdu með okkur í verkfall! Aðalbjörg Egilsdóttir og Vigdís ÓlafsdóttirHöfundar eru umhverfissinnaðir Röskvuliðar.Höfundar hafa ekki tekið þátt í skipulagningu loftslagsverkfallanna á Íslandi.Heimildir: Maria vegna loftslagsbreytinga: https://www.sciencedaily.com/releases/2019/04/190416132153.htmFlóð í Indlandi: https://phys.org/news/2018-08-india-devastating-climate.htmlSkógareldar í Evrópu: https://www.nationalgeographic.com/environment/2018/07/are-fires-in-europe-the-result-of-climate-change-/3,5% reglan: https://www.bbc.com/future/story/20190513-it-only-takes-35-of-people-to-change-the-worldFlóttamenn:https://www.unhcr.org/493e9bd94.htmlhttps://www.unric.org/en/latest-un-buzz/29417-natural-disasters-displace-three-times-as-many-people-as-conflictsÁhyggur af hlýnun jarðar:https://www.pewresearch.org/global/2019/02/10/climate-change-still-seen-as-the-top-global-threat-but-cyberattacks-a-rising-concern/Hitastig:https://climateanalytics.org/briefings/global-warming-reaches-1c-above-preindustrial-warmest-in-more-than-11000-years/
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar