Telja væntar endurheimtur 15 prósent Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira