Telja væntar endurheimtur 15 prósent Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Flugvél WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir að félagið fór í þrot. Vísir/vilhelm Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda WOW air eru 15 prósent af því sem þeir lögðu flugfélaginu til samkvæmt norsku greiningarfyrirtæki. Norskir sjóðir og bandaríski fjármálarisinn BNY Mellon voru á meðal þeirra sem keyptu skuldabréf WOW air í útboði flugfélagsins síðasta haust að því er kemur fram í erlendum miðlum. Viðskiptamiðillinn Finansavisen greindi frá því að norski skuldabréfasjóðurinn FORTE Kreditt hefði keypt skuldabréf af WOW air fyrir 5 milljónir norskra króna, jafnvirði 70 milljóna íslenskra króna miðað við gengi gjaldmiðlanna í dag. Um er að ræða sjóð með áhættusækna fjárfestingarstefnu. Sjóðsstjórinn Arne Eidshagen er sagður sitja í óformlegu ráði kröfuhafa WOW air sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra. „Við búumst við litlum endurheimtum eins og staðan er í dag. Svo virðist sem verðmætin sem eftir standa felist mestmegnis í vörumerkinu og farþegagögnum,“ sagði Eidshagen í samtali við Finansavisen. Hann benti á að samkvæmt norska greiningarfyrirtækinu Nordic Bond Pricing, sem sérhæfir sig í verðlagningu skuldabréfa, væru skuldabréf WOW air verðlögð á 15 prósent af nafnvirði sem endurspeglar væntar endurheimtur skuldabréfaeigenda. Í mánaðarlegu yfirliti sem sent var á viðskiptavini FORTE Kreditt var haft eftir Eidshagen að virði sjóðsins hefði lækkað um 1,13 prósent af völdum WOW air í mars. Til samanburðar var ávöxtun sjóðsins 3,3 prósent árið 2018. Greint er frá því að norska sjóðastýringarfyrirtækið MP Pensjon hafi einnig tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW air og að það hafi keypt fyrir meira en FORTE Kreditt. MP Pensjon stýrir eftirlaunasjóðum fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið á 2,4 prósenta hlut í Arnarlaxi samkvæmt hluthafalista fiskeldisfyrirtækisins frá því í september 2018. Fjárfestingarfélagið Toluma var einnig á meðal skuldabréfaeigenda WOW air. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrrverandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Þá hefur Bloomberg nefnt BNY Mellon, Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment sem eigendur skuldabréfa WOW air. BNY Mellon er rótgróinn fjármálarisi með höfuðstöðvar í New York og um 1.700 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Hansainvest Hanseatische Investment og Universal Investment eru þýsk sjóðastýringarfyrirtækið, hið fyrrnefnda staðsett í Hamborg en hið síðarnefnda í Frankfurt. Eins og Markaðurinn greindi frá voru fjárfestingarsjóðir í stýringu eignastýringarfyrirtækjanna GAMMA Capital Management og Eaton Vance Management í hópi þeirra sem lögðu WOW air til fé í skuldabréfaútboðinu, sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með ásamt Arctica Finance. Alls fjárfestu sjóðir GAMMA fyrir samanlagt tvær milljónir evra á meðan sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins keyptu skuldabréf fyrir tíu milljónir evra. Þá fjárfesti Skúli sjálfur fyrir 5,5 milljónir evra í útboðinu. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir viðskiptavinir WOW air skuldbreyttu kröfum sínum í skuldabréf. Samkvæmt yfirliti frá Pareto Securities sem Markaðurinn greindi frá voru íslensk félög með um 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfunni, bandarísk félög með fjórðunginn og félög á Norðurlöndunum með samanlagt 19 prósent. Afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra félaga í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent