Bergmálsklefi fullkomleikans Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:00 Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun