Hefur VG gefist upp? Víðir Hólm Guðbjartsson og Hilmar Einarsson og Pétur Arason skrifa 17. apríl 2019 11:45 Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun